Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum hefur verið lögð fram til kynningar, en unnið hefur verið að áætlunargerðinni undanfarna mánuði undir verkstjórn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Áætluninni fylgir umhverfisskýrsla sem unnin er samkvæmt ákvæðum laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Environice aðstoðaði ráðuneytið við þann hluta verksins sem laut að umhverfismatinu.
Drög að landsáætluninni og drög að umhverfisskýrslunni eru kynnt á samráðsgátt Stjórnarráðsins, sem opnuð var í dag.