Hlutverk Environice
Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) er ráðgjafarfyrirtæki á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar sem veitir alhliða ráðgjöf um þessi málefni til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga.
Hlutverk Environice er að aðstoða viðskiptavini sína í viðleitni þeirra til auka þekkingu sína og bæta eigin frammistöðu í umhverfismálum. Þannig stuðla þessir aðilar sameiginlega að betri framtíð!
Environice……………..
- er íslenskt ráðgjafarfyrirtæki á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar
- byggir alla sína starfsemi á heildarhyggju og þverfaglegri nálgun
- veitir faglega en samt persónulega þjónustu
- er nærandi og hvetjandi vinnustaður þar sem starfsfólk tekur virkan þátt í daglegum ákvörðunum og umræðu
- hefur valið sér einkunnarorðin: Umhyggja – vinsemd – virðing