Stefán Gíslason hefur um margra ára skeið séð um sýnatöku og mælingar við urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands hf. í Fíflholtum á Mýrum. Sorpurðun Vesturlands hf. er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi og er tilgangur félagsins móttaka, urðun og förgun úrgangs. Urðunarstaðurinn í Fíflholtum starfar skv. starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og er sýnatakan hluti af innra eftirliti sem kveðið er á um í starfsleyfinu. Grunnvatnsstaða og rennsli sigvatns er mælt mánaðarlega og tvisvar á ári eru tekin sýni til efnagreiningar. Environice sér um sýnatökuna, kemur sýnum til greiningar og tekur saman skýrslur um niðurstöðurnar, auk þess að vera Sorpurðun Vesturlands hf. til ráðgjafar um hvaðeina sem varðar umhverfisþætti í tengslum við rekstur urðunarstaðarins.
Viðskiptavinur: Sorpurðun Vesturlands
Áætlaður tímarammi: Mánaðarlegar mælingar. Sýnataka tvisvar á ári. Ráðgjöf eftir þörfum
Tengd útgáfa: Starfsleyfi, eftirlitsskýrslur og grænt bókhald Sorpurðunar Vesturlands hf.