Í nóvember 2010 samþykktu umhverfisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn fyrir norræna umhverfismerkið Svaninn fram til ársins 2015, en Environice var annað tveggja norrænna ráðgjafarfyrirtækja sem aðstoðaði ráðherranefndina við mótun framtíðarsýnarinnar. Sú vinna hófst sumarið 2009.
Framtíðarsýninni fylgdi aðgerðaáætlun sem fól m.a. í sér nokkurn fjölda ráðgjafarverkefna þar sem rýnt skyldi í möguleika Svansins til að þróast í mismunandi áttir, svo sem möguleika á samstarfi við önnur vottunarkerfi, notkun umhverfismerkja í opinberum innkaupum o.s.frv. Umsjón með framkvæmd áætlunarinnar var í höndum sérstaks Svanshóps sem skipaður var af vinnuhópi Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra framleiðslu og neyslu (HKP-gruppen). Stefán Gíslason hjá Environice aðstoðaði Svanshópinn við framkvæmdina, m.a. með því að undirbúa fundi hópsins, vinna útboðslýsingar, aðstoða við val á verktökum, taka saman skýrslur um framvindu verkefna o.s.frv. Verkinu lauk með lokaskýrslu sem lögð var fyrir norrænu umhverfisráðherrana veturinn 2015-2016.
Viðskiptavinur: Norræna ráðherranefndin (HKP-gruppen)
Áætlaður tímarammi: Verkið hófst í árslok 2010 og lauk í árslok 2015. Áður hafði undirbúningur staðið í rúmt ár
Tengd útgáfa: Nokkrar norrænar skýrslur voru gefnar út sem hluti af verkefninu