Environice hefur veitt Ferðamálastofu margvíslega ráðgjöf við uppbyggingu og rekstur gæða- og umhverfiskerfisins Vakans. Ráðgjöfin hefur m.a. falist í aðstoð við úrlausn vafamála sem upp hafa komið í umhverfishlutanum og ráðleggingum um áframhaldandi þróun kerfisins, þ.m.t. uppfærsla á viðmiðum Vakans, samanburður við önnur flokkunar- og vottunarkerfi á sviði umhverfismála og könnun á möguleikum þess að aðlaga Vakann að viðmiðum Alþjóða ferðamálaráðsins GSTC.
Viðskiptavinur: Ferðamálastofa
Tímarammi: Eftir þörfum
Tengd útgáfa: Umhverfiskerfi Vakans