Á árinu 2015 vann Environice ásamt tveimur erlendum ráðgjafarstofum að úttekt á möguleikum þess að útvíkka viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (Emission Trading Scheme (ETS)) á Norðurlöndunum þannig að það næði til fleiri atvinnugreina en nú. Var sérstaklega horft til landflutninga í því sambandi. Verkið var unnið fyrir umhverfis- og efnahagshóp Norrænu ráðherranefndarinnar (MEG) og birtust niðurstöðurnar í skýrslu í TemaNord-ritröðinni síðla árs 2015 (sjá neðar).
Hrafnhildur Bragadóttir vann að þessu verkefni f.h. Environice en verkinu var stjórnað af GreenStream Ltd. í Finnlandi.
Viðskiptavinur: Norræna ráðherranefndin
Áætlaður tímarammi: Mars-ágúst 2015
Tengd útgáfa: Sectoral expansion of the EU ETS – A Nordic perspective on barriers and solutions to include new sectors in the EU ETS with special focus on road transport (TemaNord 574:2015).