Hjá Environice er til staðar mikil þekking á úrgangsmálum. Grunnurinn að þessari þekkingu var lagður á árunum 1985-1997 þegar framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfaði sem sveitarstjóri á Hólmavík. Þar lét hann úrgangsmál mjög til sín taka. Síðustu árin hafa stærstu verkefnin á þessu sviði snúist um aðstoð við gerð svæðisáætlana um meðhöndlun úrgangs, en fyrirtækið vann einnig á sínum tíma með umhverfisráðuneytinu að gerð gildandi landsáætlunar um úrgang.
Dæmi um verkefni:
- Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á svæði Sorpsamlagsins Hulu (2025)
- Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum (2025)
- Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi (2025)
- Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði (2025)
- Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum (2024)
- Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi (2023)
- Úttekt á stöðu úrgangsmála á Suðurlandi
- Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026
- Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í úrgangsmálum 2015-2020
- Landsáætlun um úrgang 2013-2024
- Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á svæði Sorpsamlagsins Hulu
- Möguleikar í jarðgerð lífræns úrgangs fyrir sveitarfélög á Suð- og Suð-Vesturlandi
- Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Langanesbyggð
- Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi