Síðustu vikur og mánuði hefur Environice unnið með umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar að gerð umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Í stefnunni er helstu verkefnum sveitarfélagsins í umhverfismálum skipt í 10 málaflokka, skilgreind eru 1-3 markmið undir hverjum málaflokki og settar fram tillögur um tímasettar aðgerðir til að ná þessum markmiðum.
Umhverfisstefnan liggur nú fyrir í drögum sem íbúar hafa getað kynnt sér á heimasíðu sveitarfélagsins. Tekið var við athugasemdum og ábendingum varðandi drögin til 4. maí 2020 og þegar úrvinnslu athugasemda er lokið verður umhverfisstefnan lögð fyrir bæjarstjórn til umræðu og samþykktar.
Viðskiptavinur: Sveitarfélagið Árborg
Áætlaður tímarammi: Fyrri hluti árs 2020
Tengd útgáfa: Drög að umhverfisstefnu Sveitarfélagsins Árborgar (Apríl 2020)