Árið 2022 vann Environice um tíma að gerð svæðisáætlunar fyrir þrjú sveitarfélög austast á Suðurlandi, þ.e. Mýrdalshrepp, Skaftárhrepp og Sveitarfélagið Hornafjörð. Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs ber sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir.

Sveitarstjórnirnar þrjár sem í hlut eiga reyndust hafa mismunandi sýn á stefnumótun í úrgangsmálum og því var samstarfinu hætt í kjölfar sveitarstjórnarkosninga vorið 2022.

Verkkaupi: Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Sveitarfélagið Hornafjörður
Verklok: Verkið hófst í janúar 2022, en snemma árs 2023 var ákveðið að slíta samstarfi sveitarfélaganna um málið
Útgáfa: