Environice vinnur með sveitarstjórnum Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélögunum tveimur fyrir árin 2025-2036, en þessi sveitarfélög standa sameiginlega að byggðasamlaginu Hulu sem sér um úrgangsmálin á svæðinu. Verkið hófst í september 2024 og lýkur væntanlega sumarið 2025 með staðfestingu sveitarstjórnanna á endanlegri áætlun.

Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja og staðfesta svæðisáætlun em gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir.

Í svæðisáætlun eiga m.a. að koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á svæðinu, aðgerðir til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun og hvernig sveitarstjórn hyggst ná markmiðum stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir. Þetta felur m.a. í sér skoðun á þörf fyrir innviði fyrir meðhöndlun úrgangs á svæðinu. Að lokinni auglýsingu og kynningu áætlunarinnar skulu hlutaðeigandi sveitarstjórnir staðfesta hana og skal hún vera aðgengileg almenningi.

Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, verður væntanlega lögð fram í byrjun sumars 2025 og gafst almenningi þá sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og koma athugasemdum sínum á framfæri.

Verkkaupi: Hula bs.
Tímarammi: Verkið hófst 2024 og lýkur væntanlega sumarið 2025.
Útgáfa: