Í mars 2022 samdi Samband íslenskra sveitarfélaga við Environice um sérfræðiráðgjöf vegna verkefnisins Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku, sem er eitt þriggja verkefna undir hattinum Hækkum rána í úrgangsmálum sem styrkt er af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og unnið í samstarfi við Umhverfisstofnun. Hlutverk Environice í verkefninu felur m.a. í sér eftirfarandi verkþætti:
- Einfalt mat á stöðu úrgangsmála á þeim svæðum eða þeim sveitarfélögum sem þiggja boð Sambands íslenskra sveitarfélaga um þátttöku í verkefninu. Matið nær til magns úrgangs í einstökum flokkum, fyrirkomulags söfnunar, afdrifa úrgangs, gjaldtöku o.fl. sem máli skiptir í úrgangsmálum viðkomandi svæðis.
- Skipulagning á vinnusmiðjum á hverju svæði eða í hverju sveitarfélagi um sig, þar sem fram fer fræðsla og samtal um úrgangsstjórnun og hringrásarhagkerfið, kynntar helstu niðurstöður stöðumats og bent á aðgerðir sem þarf að ráðast í til að ná markmiðum í úrgangsmálum og til að skapa og viðhalda hagkvæmri og góðri þjónustu við íbúa og atvinnulíf á svæðinu með sem mestum umhverfislegum ávinningi.
- Greinargerð fyrir hvert svæði um sig með helstu niðurstöðum samtalsins sem fram fór í vinnusmiðjunni og um næstu skref í svæðisáætlunarvinnunni.
Samtals þáðu 42 sveitarfélög boð sambandsins um þátttöku í verkefninu og í framhaldi af því voru haldnar sex vinnusmiðjur víðsvegar um land, nánar tiltekið sem hér segir:
- 19. apríl 2022 í Vestmannaeyjum fyrir Vestmannaeyjabæ
- 25. apríl 2022 í fjarfundabúnaði fyrir þátttökusveitarfélög á Norðurlandi
- 27. apríl 2022 í Grindavík fyrir þátttökusveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum
- 27. apríl 2022 á Selfossi fyrir þátttökusveitarfélög á Suðurlandi
- 2. maí 2022 á Egilsstöðum fyrir þátttökusveitarfélög á Austurlandi
- 4. maí 2022 á Holti í Önundarfirði fyrir þátttökusveitarfélög á Vestfjörðum
Verkinu lauk haustið 2022 með því að skilað var greinargerð fyrir hvert svæði um sig.
Viðskiptavinur: Samband íslenskra sveitarfélaga
Áætlaður tímarammi: Verklok haust 2022
Tengd útgáfa: Heimasíða verkefnisins á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga