Frá upphafi hefur Environice aðstoðað sveitarfélög og fyrirtæki við stefnumótun af ýmsu tagi, þ.m.t. við undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu hópfunda. Stærsta einstaka verkefnið af þessu tagi sem Environice hefur leitt er verkefnisstjórn Staðardagskrá 21 á Íslandi sem var í höndum fyrirtækisins og framkvæmdastjóra þess frá haustinu 1998 til ársloka 2009.
Fyrirkomulag íbúafunda og starfsmannafunda undir stjórn Environice tekur mið af aðstæðum og óskum viðskiptavina. Oftast er þó fylgt eins konar þjóðfundarformi sem tryggir eins vel og kostur er að allir þátttakendur séu virkir í umræðunni. Lögð er áhersla á afslappað andrúmsloft og einfaldleika.
Environice hefur einnig stýrt og/eða lagt til aðferðafræði á stefnumótunarfundum á hinum Norðurlöndunum í tengslum við ýmis verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.
Dæmi um verkefni:
- Menningarstefna Vesturlands 2016
- Hópfundir starfsmanna og stjórnenda Norðurorku um mótun umhverfisstefnu 2016
- Vision för Svanen 2015 – Verkefnisstjórnun 2012-2015
- Íbúafundur um Staðardagskrá 21 á Akureyri 2012
- Íbúafundar um tómstundastefnu í Borgarbyggð 2011
- Íbúafundur um umhverfisstefnu í Húnaþingi vestra 2010
- Íbúafundur um skólastefnu í Hvalfjarðarsveit 2007
- Staðardagskrá 21 á Íslandi (1998-2009) fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneyti