Akureyri var eitt af fyrstu sveitarfélögunum á Íslandi sem mótaði sér formlega stefnu um sjálfbæra þróun undir merkjum Staðardagskrár 21 í samræmi við samþykktir Ríóráðstefnunnar 1992. Veturinn 2012-2013 aðstoðaði Environice Akureyrarbæ við endurskoðun Staðardagskrárinnar, m.a. með því að undirbúa íbúafund á Akureyri 8. nóvember, stýra fundinum og vinna úr niðurstöðum hans. Útkoman úr þessu verki voru frumdrög að nýrri Staðardagskrá sem lágu fyrir í mars 2013.
Viðskiptavinur: Akureyrarbær
Áætlaður tímarammi: Ágúst 2012 – mars 2013
Tengd útgáfa: