Útreikningur á kolefnisspori

Environice hefur aðstoðað fyrirtæki, samtök og sveitarfélög við útreikninga á kolefnisspori og önnur verk sem miða að því að ná yfirsýn yfir þá þætti í starfseminni sem stuðla að loftslagsbreytingum. Þetta hefur m.a. nýst fyrirtækjum sem undirritað hafa Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Hlutverk Environice í þessum verkefnum er einkum fólgið í: Söfnun upplýsinga um eldsneytisnotkun, aðra orkunotkun…

Verkfærakista sveitarfélaga

Environice annaðist stjórn verkefnis sem gengur út á að útbúa verkfærakistu fyrir sveitarfélög sem vinna að stefnumótun í loftslagsmálum, sem hýst verður á vefsíðunni loftslagsstefna.is. Ingunn Gunnarsdóttir og síðar Salome Hallfreðsdóttur báru hitann og þungann af þessu verkefni af hálfu Environice. Verkfærakistan skiptist annars vegar í opinn ytri vef sem m.a. mun innihalda almennar upplýsingar…

Kalkþörungar í matvælaframleiðslu

Stefán Gíslason hjá Environice hefur aðstoðað Marigot, írskt móðurfélag Íslenska kalkþörungafélagsins, í málum sem snúa að notkun malaðra kalkþörunga í lífrænt vottaða sojamjólk og aðrar sambærilegar matvörur. Verkefnið snýst um að skerpa á skilgreiningum, túlka ákvæði íslenskra og erlendra staðla og reglugerða um lífræna framleiðslu, sjálfbærar náttúrunytjar og notkun ólífrænna efna í lífræna framleiðslu, samræma…

Mat á umhverfisáhrifum hræbrennslu á Strönd

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. hefur í hyggju að koma upp brennsluofni á urðunarstaðnum á Strönd í Rangárþingi ytra fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar í áhættuflokki 1 og 2 frá sveitarfélögum og einkaaðilum á Suðurlandi, með afkastagetu allt að 4.000 tonn á ári. Undanfarin ár hafa dýrahræ frá sveitarfélögum og einkaaðilum á Suðurlandi farið til brennslu í…

Kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins

Í maí 2020 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um útreikning á kolefnisspori landshlutans í heild, en verkefnið er hluti af Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024. Hlutverk Environice samkvæmt samningnum var m.a. að afla tölulegra upplýsinga og reikna kolefnisspor svæðisins 2019 út frá þeim. Verkefnið var í aðalatriðum sambærilegt fyrri verkefnum Environice á þessu sviði…

Kolefnisspor Vesturlands

Í lok mars 2020 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um útreikning á kolefnisspori landshlutans í heild, en verkefnið er liður í að ná því markmiði Sóknaráætlunar Vesturlands að draga úr losun kolefnis um 10% fram til ársins 2025. Hlutverk Environice samkvæmt samningnum var m.a. að ráðleggja um aðferðafræði við útreikning á kolefnissporinu,…

Loftslagsdæmið

Loftslagsdæmið er útvarpsþáttaröð sem Arnhildur Hálfdánardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, hefur unnið með stuðningi Loftslagssjóðs. Í verkefninu var fylgst með fjórum fjölskyldum sem settu sér það markmið markmið að minnka kolefnisspor heimilisins um fjórðung á tveggja mánaða tímabili. Á leiðinni leituðu fjölskyldurnar svara við ýmsum spurningum sem kviknuðu og í þáttunum tjá þær sig opinskátt um…

Kolefnisspor eggja og kjúklinga

Sumarið 2020 samdi Environice við Félag eggjaframleiðenda og Félag kjúklingabænda um að reikna kolefnisspor eggjaframleiðslu og kjúklingaframleiðslu á Íslandi. Meginafurðir verkefnisins verða skýrslur um kolefnisspor hvorrar greinar um sig, reiknað í kg CO2-ígilda á hvert kg framleiddrar vöru, auk þess sem útbúin verða reiknilíkön á Excel-formi sem gera einstökum framleiðendum kleift að reikna kolefnisspor búa sinna,…

Hvað getum við gert?

Environice var í hlutverki ráðgjafa við gerð sjónvarpsþáttanna Hvað höfum við gert?, sem sýndir voru í ríkissjónvarpinu (RÚV) vorið 2019. Framleiðslufyrirtækið Sagafilm stóð að gerð þáttanna og á útmánuðum 2021 verður sýnd ný þáttaröð sem fyrirtækið hefur sett saman undir yfirskriftinn Hvað getum við gert? Þar hefur Environice enn svipað hlutverk og við gerð fyrri…

Umhverfisstefna Árborgar

Síðustu vikur og mánuði hefur Environice unnið með umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar að gerð umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Í stefnunni er helstu verkefnum sveitarfélagsins í umhverfismálum skipt í 10 málaflokka, skilgreind eru 1-3 markmið undir hverjum málaflokki og settar fram tillögur um tímasettar aðgerðir til að ná þessum markmiðum. Umhverfisstefnan liggur nú fyrir í drögum sem íbúar…