Umhverfisstarf Hafrannsóknastofnunar

Environice vinnur að því að aðstoða Hafrannsóknastofnun við innleiðingu grænna skrefa og mótun loftslagsstefnu fyrir skrifstofurekstur og skipaflota stofnunarinnar. Áður en samstarfið við Environice hófst var Hafrannsóknastofnun komin vel á veg í umhverfisstarfinu og hafði m.a. sett saman öflugt umhverfisteymi sem sér um að koma aðgerðum í farveg á öllum tíu starfsstöðvum stofnunarinnar. Environice mun…

Skyldur sveitarfélaga í loftslagsmálum

Á síðustu árum hefur starfsfólk Environice haldið fjöldann allan af fyrirlestrum við ólíklegustu tækifæri um hvaðeina sem tengist umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Þessir fyrirlestrar hafa verið haldnir fyrir starfsfólk fyrirtækja, sveitarfélög, Rotaryklúbba, opinberar stofnanir, hagsmunasamtök og kvennaklúbba, svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur starfsfólk Environice útbúið fræðsluefni og haldið námskeið um þessi mál. Í febrúar…

Samhæfing áætlana SRN

Þann 24. nóvember 2021 samdi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) við Environice um að vinna greiningu á gildandi áætlunum í málaflokkum ráðuneytisins með tilliti til þess hvernig þessar áætlanir geti sem best stuðlað að umhverfislegri sjálfbærni og minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda. Í greiningunni skyldu: Dregnar saman áherslur og aðgerðir/verkefni íslenskra stjórnvalda, sem snúa að málaflokkum ráðuneytisins, í…

Græn skref og loftslagsstefna

Environice hefur aðstoðað stofnanir við innleiðingu grænna skrefa og mótun loftslagsstefnu, en Græn skref er verkefni Umhverfisstofnunar fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna sinna. Samkvæmt lögum um loftslagsmál ber Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkisins að setja sér loftslagsstefnu. Hún skal innihalda skilgreind markmið…

Sorpbrennsla á Íslandi

Haustið 2021 tók Environice að sér að vinna greiningu á magni úrgangs til brennslu ef til þess kæmi að byggt yrði sorporkuver (hátæknibrennslustöð) á Íslandi. Þessi greining var hluti af mun stærra forverkefni sem sorpsamlögin SORPA bs., Kalka sorpeyðingarstöð sf., Sorpurðun Vesturlands hf. og Sorpstöð Suðurlands bs., svo og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, höfðu gert með…

Strandsvæðaskipulag

Í ársbyrjun 2019 var Stefán Gíslason skipaður formaður svæðisráða sem höfðu það hlutverk að vinna að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði og Vestfirði í samræmi við lög nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulags og er skipað fulltrúum fjögurra ráðuneyta, þremur fulltrúum sveitarstjórna á viðkomandi svæði og fulltrúa Sambands íslenskra…

Mat á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í Rangárþingi eystra

Environice hafði umsjón með mati á umhverfisáhrifum efnistöku úr malarnámu á austurbakka Affalls í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta efnisþörf fyrir framleiðslu á steypu og öðru unnu efni á svæðum í nánd við efnistökuna. Staðsetning námunnar er heppileg fyrir þéttbýliskjarna á Suðurlandi en afar mikil uppbygging hefur verið á Selfossi…

Græn skref og loftslagsstefna LBHÍ

Environice vinnur að því að aðstoða Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) í verkefni Umhverfisstofnunar, Græn skref. Verkefnið er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna sinna. Stofnanir sem taka þátt í þessu verkefni þurfa að fylgja skýrum gátlistum sem skipt er upp í fimm skref. Hvert skref felur í…

Útreikningur á kolefnisspori

Environice hefur aðstoðað fyrirtæki, samtök og sveitarfélög við útreikninga á kolefnisspori og önnur verk sem miða að því að ná yfirsýn yfir þá þætti í starfseminni sem stuðla að loftslagsbreytingum. Þetta hefur m.a. nýst fyrirtækjum sem undirritað hafa Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Hlutverk Environice í þessum verkefnum er einkum fólgið í: Söfnun upplýsinga um eldsneytisnotkun, aðra orkunotkun…

Verkfærakista sveitarfélaga

Environice annaðist stjórn verkefnis sem gengur út á að útbúa verkfærakistu fyrir sveitarfélög sem vinna að stefnumótun í loftslagsmálum, sem hýst verður á vefsíðunni loftslagsstefna.is. Ingunn Gunnarsdóttir og síðar Salome Hallfreðsdóttur báru hitann og þungann af þessu verkefni af hálfu Environice. Verkfærakistan skiptist annars vegar í opinn ytri vef sem m.a. mun innihalda almennar upplýsingar…