Úttekt á afdrifum drykkjarferna

Sumarið 2023 óskaði framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs eftir því að Environice tæki að sér að leggja mat á ferla sjóðsins varðandi úrvinnslu drykkjarferna og svara ýmsum álitaefnum í tengslum við þessa ferla. Ákvörðun um að framkvæma mat af þessu tagi kom í kjölfar opinberrar umfjöllunar fyrr á árinu þar sem því var haldið fram að meðhöndlun þjónustuaðila…

Presentations from workshop Sept 2023

Andrew-Kroglund-Besteforeldrenes-klimaaksjon-NorgeDownload Anne-Grethe-Bedsteforaeldrenes-klimaaktionDownload Bengt-Sundbaum-Grandparents-for-FutureDownload Bente-Bakke-Besteforeldrenes-Klimaaksjon-NorgeDownload Birna-Sigurjonsdottir-U3ADownload Erik-Elvers-Gretas-gamlingarDownload Helena-Kaariainen-AktivistimummotDownload Kira-Gilling-Sammen-om-VerdensmalDownload Matti-Nummelin-IlmastoisovanhemmatDownload Olavur-Poulsen-Faeroernes-natur-og-miljoforeningDownload U3A-THoraEllen-26-sept-2023Download

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi

Environice aðstoðaði sveitarfélög á Norðurlandi, allt frá Hrútafirði í vestri að Bakkafirði í austri, við gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs. Áætlunargerðin er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja og staðfesta svæðisáætlun em gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðausturlandi

Environice hefur tekið að sér að vinna svæðisáætlun fyrir þrjú sveitarfélög austast á Suðurlandi, þ.e. Mýrdalshrepp, Skaftárhrepp og Sveitarfélagið Hornafjörð. Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs ber sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja…

Þjónusta í stað vöru

Environice er fulltrúi Íslands í nýju þriggja ára verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um þjónustu í stað vöru (e. Product Service Systems (PSS)). Verkefnið er hluti af viðleitni Norðurlandanna til að verða sjálfbærasta svæði heimsins og fyrirmynd annarra í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Tilgangur verkefnisins er að kanna og sýna fram á þann þátt sem sala á þjónustu í stað…

Vöktun við urðunarstað í Fíflholtum

Stefán Gíslason hefur um margra ára skeið séð um sýnatöku og mælingar við urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands hf. í Fíflholtum á Mýrum. Sorpurðun Vesturlands hf. er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi og er tilgangur félagsins móttaka, urðun og förgun úrgangs. Urðunarstaðurinn í Fíflholtum starfar skv. starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og er sýnatakan hluti af innra eftirliti sem…

Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri

Í mars 2022 samdi Samband íslenskra sveitarfélaga við Environice um sérfræðiráðgjöf vegna verkefnisins Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku, sem er eitt þriggja verkefna undir hattinum Hækkum rána í úrgangsmálum sem styrkt er af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og unnið í samstarfi við Umhverfisstofnun. Hlutverk Environice í verkefninu felur m.a. í sér eftirfarandi verkþætti: Einfalt mat…

Mat á umhverfisáhrifum efnistöku í landi Skorholts

Haustið 2019 tók Environice að sér mat á umhverfisáhrifum efnistöku úr malarnámu í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta efnisþörf fyrir malarefni og annað unnið efni á svæðum umhverfis efnistökuna. Allt unnið efni úr námunni er notað sem fylliefni í steinsteypu. Efnistaka hefur verið stunduð í Skorholtsnámu allt frá árinu 1954. Mat…

Loftslagsdagurinn 2022

Stefán Gíslason hjá Environice sá um fundarstjórn á Loftslagsdeginum 3. maí 2022. Umhverfisstofnun stóð fyrir þessum degi, ásamt nokkrum samstarfsstofnunum, í þeim tilgangi að miðla upplýsingum um loftslagsmál á skiljanlegan hátt til almennings og á milli sérfræðihópa. Dagurinn var hugsaður fyrir almenning, stjórnvöld, fjölmiðla, vísindasamfélagið, nemendur og öll áhugasöm um loftslagsmál. Loftslagsdagurinn var haldinn í…

Loftslagsstefna Höfuðborgarsvæðisins

Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) vinnur að gerð loftslagsstefnu sem hluta af sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins og áhersluverkefnum fyrir árið 2021. Environice hefur tekið að sér að aðstoða við mótun stefnunar og setningu markmiða. Tilgangur verkefnisins er að móta tillögu að hnitmiðaðri og einfaldri loftslagsáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Einnig verður tekið saman yfirlit yfir yfirstandandi og fyrirliggjandi verkefni…