Successhistorier

Árið 2012 samdi Smásamfélagahópur Norrænu ráðherranefndarinnar við Environice um að taka saman góð dæmi frá litlum fyrirtækjum í fámennum byggðum á Norðurlöndunum sem fengið höfðu vottun norræna Svansins fyrir vöru sína eða þjónustu. Úr þessu varð hefti með 18 dæmisögum þar sem fulltrúar jafnmargra fyrirtækja röktu reynslu sína af Svaninum. Tilgangurinn með útgáfunni var að sýna…

Earth Check vottun Snæfellsness

Environice hefur um árabil veitt sveitarfélögum og einstökum fyrirtækjum ráðgjöf vegna undirbúnings fyrir vottun samkvæmt stöðlum Earth Check, (áður Green Globe). Reyndar var Environice á ýmsan hátt  frumkvöðull í Evrópu hvað þetta varðar. Guðlaugur heitinn Bergmann var upphafsmaður þessarar vinnu, en hann hóf baráttu sína fyrir vottun einstakra samfélaga og fyrirtækja þegar á árinu 2000, þegar fæstir höfðu enn leitt…

Olíuvinnsla á Drekasvæðinu?

Á árinu 2014 unnu Stefáni Gíslason, Birgitta Stefánsdóttir, Birna Sigrúnu Hallsdóttir og Hrafnhildur Bragadóttir minnisblað fyrir Vinstrihreyfinguna Grænt Framboð um hugsanleg umhverfisleg og þjóðhagsleg áhrif olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Verkið var unnið fyrir ársfund hreyfingarinnar 2014. Viðskiptavinur: Vinstrihreyfingin – Grænt framboð Áætlaður tímarammi: Verkinu lauk með útgáfu minnisblaðs 11. apríl 2014. Tengd útgáfa: Er olíuvinnsla á Drekasvæðinu góð hugmynd? Minnisblað…

Grænt hagkerfi

Árið 2011 vann Stefán Gíslason með nefnd Alþingis um eflingu græns hagkerfis. Hlutverk Stefáns var að ritstýra skýrslu nefndarinnar og leggja til sérfræðiþekkingu við mótun tillagna. Formaður nefndarinnar var Skúli Helgason, alþingismaður. Alþingi skipaði nefnd um eflingu græns hagkerfis í september 2010. Nefndin hófst þegar handa og vorið 2011 var samið við Environice um faglega ráðgjöf…

Faggildingarráð GSTC

Árin 2011-2013 átti Stefán Gíslason sæti í Faggildingarráði Alþjóðaráðsins um sjálfbæra ferðamamennsku (GSTC) (The Global Sustainable Tourism Council’s (GSTC’s) Accreditation Panel). Hlutverk faggildingarráðsins er að meta hvort staðlar fyrir sjálfbærnivottun fyrirtækja og áfangastaða uppfylli þær kröfur sem gerðar eru af GSTC. Staðall sem hlýtur þessa faggildingu getur kynnt sig sem GSTC-faggiltan staðal, sem gefur honum aukinn trúverðugleika…

Nýting síldar úr Kolgrafafirði

Veturinn 2012-2013 drapst gríðarlegt magn síldar í Kolgrafafirði vegna súrefnisskorts. Þann 13. desember 2012 er talið að þar hafi samtals drepist um 30 þúsund tonn – og síðan um 22 þúsund tonn þann 1. febrúar 2013. Í kyrru veðri blandast lítið af súrefni í sjóinn úr lofti og súrefnisblöndun frá hafinu fyrir utan er jafnframt takmörkuð…

Sæstrengur til raforkuflutninga

Minnisblað um hugsanlega umhverfisþætti, umhverfisáhrif og þjóðhagsleg áhrif lagningar sæstrengs frá Íslandi til Bretlands. Minnisblaðið var nýtt í umræðum ráðuneyta, Landsnets, Landsvirkjunar og fleiri aðila og kynnt á þar til gerðri málstofu um sæstreng. Verkefnið var unnið af Stefáni Gíslassyni (sem einnig kynnti niðurstöðurnar á málstofu) og Birgittu Stefánsdóttur. Viðskiptavinur: Atvinnuvegaráðuneytið Áætlaður tímarammi: Verkefninu lauk með útgáfu…

Efnistaka í landi Skúta, Hörgársveit

Tilgangur framkvæmdarinnar er að uppfylla þarfir markaðarins fyrir hagnýtt efni á Eyjafjarðarsvæðinu. Krossanesnáma við Akureyri verður fullnýtt innan skamms og því er þörf fyrir nýjan framtíðarefnistökustað. Framkvæmd sem þessi fellur undir 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Þá er fjallað um nám jarðefna, vinnsluáætlun og frágang í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013. Hrafnhildur…

Efnistaka í landi Bjarga II, Hörgársveit

Tilgangur framkvæmdarinnar er að uppfylla þarfir markaðarins fyrir hagnýtt efni á Eyjafjarðarsvæðinu. Framkvæmd sem þessi fellur undir tölulið 21 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Þá er fjallað um nám jarðefna, vinnsluáætlun og frágang í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013. Hrafnhildur Tryggvadóttir hafði yfirumsjón með matsvinnunni f.h. Environice. Viðskiptavinur: GV Gröfur Áætlaður tímarammi: Verkinu…

Umhverfismál í innkaupavagninum

Í ársbyrjun 2010 gaf Rannsóknasetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst út ritið Umhverfismál í innkaupavagninum, en þar er á ferðinni aðgengilegt fræðslurit fyrir starfsmenn og stjórnendur verslana um það hvernig þeir geta stuðlað að umhverfisvernd og um leið bætt ímynd verslananna. Stefán Gíslason hjá Environice er einn þriggja höfunda ritsins, en auk hans unnu þær…