Á árinu 2016 hefur Environice aðstoðað Félagsbústaði hf. við útreikning á kolefnisspori og við markmiðssetningu í loftslagsmálum í framhaldi af aðild Félagsbústaða að loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, undirritaði markmiðin 30.júní sl. og er hægt er að nálgast þau á heimasíðu fyrirtækisins. Á næstu vikum verður unnið áfram að umhverfistengdum úrbótum í innra starfi fyrirtækisins.
Félagsbústaðir hf. er fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar og sér um rekstur á félagslegu leiguhúsnæði borgarinnar, sem telur samtals hátt í 2.300 íbúðir. Environice hefur um árabil aðstoðað fyrirtækið í umhverfisstarfi sínu. Þetta samstarf hófst um aldamótin 2000 en þá vann Environice skýrslu um stöðu umhverfismála hjá fyrirtækinu ásamt tillögu að aðgerðaáætlun. Jafnframt var gerð greining á hugsanlegum PCB-innihaldi bygginga á vegum Félagsbústaða, en sú greining var hugsanlega sú fyrsta (og eina) sinnar tegundar á Íslandi. Þá voru haldin námskeið um umhverfismál fyrir starfsfólk og verktaka á vegum Félagsbústaða, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess aðstoðaði Environice Félagsbústaði við gerð og birtingu á grænu bókhaldi.
Viðskiptavinur: Félagsbústaðir hf.
Áætlaður tímarammi: Ótímabundið.
Tengd útgáfa: