Loftslagsdæmið er útvarpsþáttaröð sem Arnhildur Hálfdánardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, hefur unnið með stuðningi Loftslagssjóðs. Í verkefninu var fylgst með fjórum fjölskyldum sem settu sér það markmið markmið að minnka kolefnisspor heimilisins um fjórðung á tveggja mánaða tímabili. Á leiðinni leituðu fjölskyldurnar svara við ýmsum spurningum sem kviknuðu og í þáttunum tjá þær sig opinskátt um reynslu sína.
Auglýst var eftir þátttakendum í verkefnið sumarið 2020, en verkefnistíminn var frá 1. október til 30. nóvember sama ár. Birna Sigrún Hallsdóttir og Stefán Gíslason hjá Environice voru faglegir ráðgjafar í verkefninu og sáu m.a. um að reikna kolefnisspor fjölskyldnanna við upphaf og lok verkefnistímans.
Þáttunum er útvarpað á Rás 1 á laugardagsmorgnum í janúar og febrúar 2021.
Viðskiptavinur: Arnhildur Hálfdánardóttir
Tímarammi: Undirbúningur verkefnisins hófst síðsumars 2020 og verkefninu lauk með útsendingu útvarpsþáttanna í janúar og febrúar 2021.
Tengd útgáfa: Útvarpsþættirnir Loftslagsdæmið