Árið 2018 reiknaði Environice kolefnisspor laxeldis á Íslandi samkvæmt samkomulagi við Landssamband fiskeldisstöðva, en verkefnið var að stórum hluta fjármagnað með styrk úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis.
Markmið verkefnisins var að reikna kolefnisspor laxeldis á Íslandi með alþjóðlega viðurkenndum aðferðum og útbúa notendavænt reiknilíkan sem gerir einstökum framleiðendum kleift að reikna kolefnisspor sitt og ávinning af tilteknum mótvægisaðgerðum. Verkefninu var ætlað að auðvelda fyrirtækjum í laxeldi að gera faglega grein fyrir áhrifum starfseminnar á umhverfið.
Auk útreiknings á kolefnisspori laxeldisins fól verkefnið í sér að lögð voru drög að aðgerðaáætlun sem miðar að því að minnka kolefnisspor laxeldis á Íslandi enn frekar.
Viðskiptavinur: Landssamband fiskeldisstöðva
Verklok: Desember 2018
Tengd útgáfa: Kolefnisspor íslensks laxeldis og aðgerðir til að minnka það