Starfsfólk Environice hefur tekið að sér margvísleg verkefni í kennslu og námsefnisgerð á sviði umhverfismála. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lauk námi í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá HÍ vorið 1982 og starfaði eftir það sem skólastjóri í grunnskóla í 3 ár. Þessa menntun og reynslu tók hann með sér í umhverfismálin þar sem hann hefur öðru fremur sérhæft sig í að koma umhverfisupplýsingum til skila til almennings á skýran og auðskilinn hátt. Aðrir starfsmenn fyrirtækisins hafa einnig stundað kennslu að einhverju marki.
Dæmi um verkefni:
- Kennsluefnið: Mengun sjávar – með stuðningi frá Rannsóknarsjóði síldarútvegsins og Þróunarsjóði námsgagna (Birna S. Hallsdóttir 2016 – í samstarfi við Ævar vísindamann)
- Kennsla í áfanganum UMF1024 – Umhverfisfræði í Tækniskóla Íslands, (Birna S. Hallsdóttir frá og með haustönn 2014)
- Námskeið um Vakann, gæða- og umhverfiskerfi Ferðamálastofu
- Prófdæming meistaranema við HÍ
- Stundakennsla við HÍ og HR (stakir fyrirlestrar)
- Endurmenntunarnámskeið
- Kennsla við Landbúnaðarháskóla Íslands
- Námskeiðahald og gerð námsefnis um umhverfismál fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Vesturlandi í samvinnu við Símenntunarmiðstöð Vesturlands (2008)
- Gerð námsefnis fyrir starfsfólk Landsvirkjunar