Environice hefur aðstoðað Norðurorku við græna stefnumótun fyrir fyrirtækið og innra umhverfisstarf. Norðurorka er eitt 104 fyrirtækja sem undirrituðu loftslagsyfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar og skuldbatt sig þar með til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgangsmagn og miðla þeim árangri sem næst í umhverfismálum. Environice hefur m.a. aðstoðað Norðurorku við gerð matskerfis fyrir verkefnahugmyndir, veitt ráðgjöf við endurskoðun umhverfisstefnu og verið með í ráðum við útreikning á kolefnisspori í samræmi við svonefndan „Greenhouse gas protocol“. Auk þess hefur fyrirtækið aðstoðað Norðurorku við undirbúning og framkvæmd starfsmannafundar og fundar með stjórnendum, en þessir fundir voru hluti af umhverfisstarfinu.
Viðskiptavinur: Norðurorka hf., Akureyri
Áætlaður tímarammi: Haust 2015 – Haust 2016
Tengd útgáfa: