Environice hefur aðstoðað stofnanir við innleiðingu grænna skrefa og mótun loftslagsstefnu, en Græn skref er verkefni Umhverfisstofnunar fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna sinna.
Samkvæmt lögum um loftslagsmál ber Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkisins að setja sér loftslagsstefnu. Hún skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð. Hlutverk Environice í þessum verkefnum er einkum fólgið í:
- Ráðgjöf við uppfyllingu krafna í grænum skrefum
- Innleiðingu grænna skrefa á starfsstöðvum stofnanna
- Söfnun upplýsinga um eldsneytisnotkun, orkunotkun og úrgangsmagn
- Skráningu upplýsinga í grænt bókhald
- Yfirsýn yfir þá þætti í starfseminni sem stuðla að loftslagsbreytingum
- Aðstoð við gerð og framsetningu markmiða í aðgerðaáætlun loftslagsstefnu
Dæmi um verkefni:
- Umhverfisvinna Lögreglunnar á Vesturlandi
- Græn skref og loftslagsstefna LbhÍ
- Loftslagsstefna Hafrannsóknastofnunar