Þann 22 desember 2022 undirrituðu Stefán Gíslason og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) samning vegna verkefnisins Flokkun í anda hringrásarhagkerfis, sem er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024. Tilgangurinn með verkefninu var að draga verulega úr magni úrgangs sem fer til förgunar frá aðilum á Vesturlandi og bæta þar með nýtingu auðlinda, m.a. með hliðsjón af þeim breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs sem tóku gildi í janúar 2023. Lögð var megináhersla á að greina tækifæri til að bæta úrgangsstjórnun hjá fyrirtækjum á svæðinu. Environice tók að sér að stýra verkefninu fyrir hönd verkkaupa, en auk þess veitti fyrirtækið sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vesturlandi ráðgjöf um innleiðingu nýrra lausna í flokkun og meðhöndlun úrgangs, gjaldtöku o.fl. til samræmis við áherslur hringrásarhagkerfisins og nýjustu breytingar á úrgangslöggjöfinni.

Verkkaupi: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
Verklok: Verkið hófst í janúar 2023 og lauk í desember 2024. 
Útgáfa: 
Minnisblað um ráðstöfun dýraleifa
Athugasemd um minnisblað um ráðstöfun dýraleifa
Minnisblað um nokkra þætti úrgangsmála
Lokaskýrsla Environice til SSV des 2024