Environice aðstoðar fyrirtæki sem heyra undir Viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir (European Trading Scheme (ETS)) við öflun losunarheimilda, útreikninga og skýrslugjöf til Umhverfisstofnunar og annarra aðila. Birna Sigrún Hallsdóttir er fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði, en hún vann um árabil hjá Umhverfisstofnun við umsjón með viðskiptum innan ETS, auk þess sem hún hafði umsjón með árlegri skýrslugerð Íslands til Loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna.
Rúmlega 11.000 rekstraraðilar í Evrópu falla nú undir ETS-kerfið, sem tekur á um 45% af allri losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB. Á Íslandi er hér einkum um að ræða flugrekstraraðila, stóriðjufyrirtæki og stórar fiskimjölsverksmiðjur.