Kolefnisspor Vestfjarða

Í október 2024 samdi Environice við Fjórðungssamband Vestfirðinga um útreikning á kolefnisspori landshlutans. Verkefnið er í aðalatriðum sambærilegt fyrri verkefnum Environice á þessu sviði, en á síðustu árum hefur Environice einnig reiknað kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins, Vesturlands, Norðurlands vestra, Austurlands og Suðurlands. Afrakstur verkefnisins verður skýrsla sem nýtt verður við áframhaldandi stefnumótun sveitarfélaga á Vestfjörðum í loftslagsmálum.…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Hornafirði

Environice vann að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði í samræmi við samkomulag aðila þar um. Í ársbyrjun 2022 var tekin ákvörðun um að vinna sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð, Skaftárhrepp og Mýrdalshrepp og hófst sú vinna af fullum krafti síðari hluta vetrar. Engin svæðisáætlun hafði verið í gildi fyrir…

Sorpurðun Vesturlands

Frá því vorið 2005 hefur Stefán Gíslason séð um sýnatöku og mælingar við urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands hf. í Fíflholtum á Mýrum. Sorpurðun Vesturlands hf. er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi og er tilgangur félagsins móttaka, urðun og förgun úrgangs. Urðunarstaðurinn í Fíflholtum starfar skv. starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og er sýnatakan hluti af innra eftirliti sem…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi

Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja og staðfesta svæðisáætlun sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir. Í svæðisáætlun eiga m.a. að koma fram upplýsingar um…

Álitsgerðir, minnisblöð og árangursmat

Environice hefur tekið saman nokkrar „Umhverfislegar álitsgerðir“ og minnisblöð að beiðni mismunandi aðila. Viðfangsefnin eru margvísleg en oftast er tilgangurinn sá að leggja grunn að vandaðri ákvörðanatöku. Þannig hafa til að mynda sveitarfélög fengið aðstoð við gerð umsagna um starfsleyfisumsóknir fyrirtækja og gerð athugasemda við mat á umhverfisáhrifum, svo eitthvað sé nefnt. Önnur verkefni hafa…

Úrgangsáætlanir

Hjá Environice er til staðar mikil þekking á úrgangsmálum. Grunnurinn að þessari þekkingu var lagður á árunum 1985-1997 þegar framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfaði sem sveitarstjóri á Hólmavík. Þar lét hann úrgangsmál mjög til sín taka. Síðustu árin hafa stærstu verkefnin á þessu sviði snúist um aðstoð við gerð svæðisáætlana um meðhöndlun úrgangs, en fyrirtækið vann einnig…

Kolefnisspor Akureyrar

Vorið 2018 gengu Environice og Akureyrarkaupstaður frá samkomulagi um ráðgjöf næstu misserin vegna útreikninga á kolefnisspori bæjarins. Verkefnið tengist vinnu Akureyrarkaupstaðar við að uppfylla kröfur Global Covenant of Mayors for Climate & Energy (GCoM), sem er sameiginleg yfirlýsing borgarstjóra um heim allan um vilja sinn til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, styrkja viðnámsþol gegn loftslagsbreytingum,…

Útreikningur á kolefnisspori

Environice hefur um árabil aðstoðað fyrirtæki, samtök og sveitarfélög við útreikninga á kolefnisspori og greiningu tækifæra til að draga úr losun. Stærstu verkefnin á þessu sviði hafa falist í útreikningum fyrir heila landshluta, sem gjarnan hafa verið hluti af sóknaráætlunum landshlutanna. Niðurstöðurnar hafa nýst við stefnumótun og gerð aðgerðaáætlana fyrir landshlutasamtök og einstök sveitarfélög innan…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum

Environice vinnur með Vestmannaeyjabæ að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum fyrir árin 2025-2036. Verkið hófst af fullum krafti í desember 2024 og lýkur væntanlega vorið 2025 með staðfestingu Bæjarstjórnar Vestmannaeyja á endanlegri áætlun. Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja…