Öll sveitarfélög á Vestfjörðum vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin er afgreidd af viðkomandi sveitarstjórnum. Hægt er að kynna sér tillöguna á heimasíðu Vestfjarðastofu, á vefsíðum einstakra sveitarfélaga á Vestfjörðum og á vefsíðu Environice (sjá tengil hér að neðan), en Environice hefur aðstoðað sveitarfélögin við áætlunargerðina. Skriflegar ábendingar og athugasemdir skulu berast í síðasta lagi 8. október 2024 á netfangið stefan@environice.is eða í pósti á heimilisfangið:
Umhverfisráðgjöf Íslands ehf.
v/ Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum
Hvanneyrargötu 3
311 Hvanneyri