Austurbrú vinnur að gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir öll sveitarfélög á Austurlandi, en þau eru nú fjögur talsins. Áætlunin er unnin í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin verður afgreidd af hlutaðeigandi sveitarstjórnum. Hægt er að kynna sér tillöguna á vefsíðu Austurbrúar, á vefsíðum sveitarfélaganna fjögurra og á vefsíðu Environice (sjá tengil hér að neðan), en Environice hefur aðstoðað við áætlunargerðina. Skriflegar ábendingar og athugasemdir skulu berast í síðasta lagi 28. apríl 2025 á netfangið sara@austurbru.is eða í pósti á heimilisfangið:

Austurbrú, Vopnafirði
v/ Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi
Hafnarbyggð 19
690 Vopnafirði

Svæðisáætlun fyrir Austurland – Tillaga til kynningar