Nýting síldar úr Kolgrafafirði
Veturinn 2012-2013 drapst gríðarlegt magn síldar í Kolgrafafirði vegna súrefnisskorts. Þann 13. desember 2012 er talið að þar hafi samtals drepist um 30 þúsund tonn – og síðan um 22 þúsund tonn þann 1. febrúar 2013. Í kyrru veðri blandast lítið af súrefni í sjóinn úr lofti og súrefnisblöndun frá hafinu fyrir utan er jafnframt takmörkuð…