Áform Silicor Materials

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskaði eftir því haustið 2014 að Environice legði óháð mat á fyrirliggjandi gögn um áform Silicor Materials um rekstur sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, einkum með það í huga hvort starfseminni fylgi umhverfisleg áhætta umfram það sem fram kom í fyrirspurn Silicor Materials til Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar og í ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 25. apríl 2014. Í ákvörðun Skipulagsstofnunnar…

Útvíkkun ETS-kerfisins

Á árinu 2015 vann Environice ásamt tveimur erlendum ráðgjafarstofum að úttekt á möguleikum þess að útvíkka viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (Emission Trading Scheme (ETS)) á Norðurlöndunum þannig að það næði til fleiri atvinnugreina en nú. Var sérstaklega horft til landflutninga í því sambandi. Verkið var unnið fyrir umhverfis- og efnahagshóp Norrænu ráðherranefndarinnar (MEG) og birtust…

Hnattræn skrítnun – What’s so funny about climate change?

Verkefnið Hnattræn skrítnun (e. Global Weirding) var unnið af Environice í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Mystery Iceland. Verkefnið miðaði að því að auka skilning ungs fólks á Norðurlöndunum á loftslagsbreytingum í aðdraganda COP-fundarins í Perú 2014. Verkefnið samanstóð af 10 myndbrotum þar sem 10 grínistar af öllum Norðurlöndunum (2 frá hverju landi) gerðu „grín að“ loftslagsbreytingum. Myndböndunum…

Evrópska nýtnivikan 2015

Nýtnivikan var haldin hátíðleg í Reykjavík fjórða árið í röð daganna 23.-29. nóvember 2015. Þema vikunnar að þessu sinni var Afefnisvæðing – að gera meira fyrir minna. Nýtnivikan er hluti af umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar. Birgitta Stefánsdóttir aðstoðaði Reykjavíkurborg við utanumhald og skipulag dagskrár nýtnivikunnar. Viðskiptamaður: Reykjavíkurborg – Umhverfis- og úrgangsstjórnun Tímarammi: Júní – desember 2015 Tengd útgáfa:  Dagskrá vikunnar…

Sjálfbærnivottun áfangastaða ferðamanna

Á árunum 2011-2013 vann Stefán Gíslason að úttekt á möguleikum þess að þróa sérstakt norrænt kerfi til að votta sjálfbærni á áfangastöðum ferðamanna, en með áfangastað er í þessu samhengi oftast átt við samfélag sem byggir afkomu sína að miklu leyti á ferðaþjónustu. Verkefnið var unnið í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn fólst í úttekt á tiltækum…

Vision för Svanen 2015

Í nóvember 2010 samþykktu umhverfisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn fyrir norræna umhverfismerkið Svaninn fram til ársins 2015, en Environice var annað tveggja norrænna ráðgjafarfyrirtækja sem aðstoðaði ráðherranefndina við mótun framtíðarsýnarinnar. Sú vinna hófst sumarið 2009. Framtíðarsýninni fylgdi aðgerðaáætlun sem fól m.a. í sér nokkurn fjölda ráðgjafarverkefna þar sem rýnt skyldi í möguleika Svansins til að þróast í mismunandi…

Efnistaka úr farvegi Hörgár

Tilgangur efnistöku úr Hörgá er ekki eingöngu að vinna jarðefni til sölu, heldur einnig og ekki síður að sporna við landbroti af völdum árinnar með rennslisstýringu og verja þannig landbúnaðarland og mannvirki. Framkvæmd sem þessi fellur í flokk A undir tölulið 2.01 í viðauka 1 við lög nr. 106/2006 um mat á umhverfisáhrifum og er því undantekningarlaust matskyld, þar…

Staðardagskrá 21 á Akureyri

Akureyri var eitt af fyrstu sveitarfélögunum á Íslandi sem mótaði sér formlega stefnu um sjálfbæra þróun undir merkjum Staðardagskrár 21 í samræmi við samþykktir Ríóráðstefnunnar 1992. Veturinn 2012-2013 aðstoðaði Environice Akureyrarbæ við endurskoðun Staðardagskrárinnar, m.a. með því að undirbúa íbúafund á Akureyri 8. nóvember, stýra fundinum og vinna úr niðurstöðum hans. Útkoman úr þessu verki voru…

Landsáætlun um úrgang 2013 – 2024

Á árunum 2012-2013 vann Stefán Gíslason að Landsáætlun um úrgang til ársins 2024 sem gefin var út af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (UAR). Hlutverk Stefáns var að ritstýra verkinu og leggja til sérfræðiþekkingu. Yfirumsjón verksins var í höndum þriggja manna starfshóps innan UAR. Viðskiptavinur: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Áætlaður tímarammi: Verkið var unnið á árunum 2012 – 2013 og lauk…

Successhistorier

Árið 2012 samdi Smásamfélagahópur Norrænu ráðherranefndarinnar við Environice um að taka saman góð dæmi frá litlum fyrirtækjum í fámennum byggðum á Norðurlöndunum sem fengið höfðu vottun norræna Svansins fyrir vöru sína eða þjónustu. Úr þessu varð hefti með 18 dæmisögum þar sem fulltrúar jafnmargra fyrirtækja röktu reynslu sína af Svaninum. Tilgangurinn með útgáfunni var að sýna…