Loftslagsdæmið

Loftslagsdæmið er útvarpsþáttaröð sem Arnhildur Hálfdánardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, hefur unnið með stuðningi Loftslagssjóðs. Í verkefninu var fylgst með fjórum fjölskyldum sem settu sér það markmið markmið að minnka kolefnisspor heimilisins um fjórðung á tveggja mánaða tímabili. Á leiðinni leituðu fjölskyldurnar svara við ýmsum spurningum sem kviknuðu og í þáttunum tjá þær sig opinskátt um…

Kolefnisspor eggja og kjúklinga

Sumarið 2020 samdi Environice við Félag eggjaframleiðenda og Félag kjúklingabænda um að reikna kolefnisspor eggjaframleiðslu og kjúklingaframleiðslu á Íslandi. Meginafurðir verkefnisins verða skýrslur um kolefnisspor hvorrar greinar um sig, reiknað í kg CO2-ígilda á hvert kg framleiddrar vöru, auk þess sem útbúin verða reiknilíkön á Excel-formi sem gera einstökum framleiðendum kleift að reikna kolefnisspor búa sinna,…

Hvað getum við gert?

Environice var í hlutverki ráðgjafa við gerð sjónvarpsþáttanna Hvað höfum við gert?, sem sýndir voru í ríkissjónvarpinu (RÚV) vorið 2019. Framleiðslufyrirtækið Sagafilm stóð að gerð þáttanna og á útmánuðum 2021 verður sýnd ný þáttaröð sem fyrirtækið hefur sett saman undir yfirskriftinn Hvað getum við gert? Þar hefur Environice enn svipað hlutverk og við gerð fyrri…

Umhverfisstefna Árborgar

Síðustu vikur og mánuði hefur Environice unnið með umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar að gerð umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Í stefnunni er helstu verkefnum sveitarfélagsins í umhverfismálum skipt í 10 málaflokka, skilgreind eru 1-3 markmið undir hverjum málaflokki og settar fram tillögur um tímasettar aðgerðir til að ná þessum markmiðum. Umhverfisstefnan liggur nú fyrir í drögum sem íbúar…

Vöktun við urðunarstaði í Dalabyggð

Í ársbyrjun 2016 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Dalabyggðar fyrir óvirkan úrgang á Krossholti í landi Höskuldsstaða í Laxárdal. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 9. september 2015. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum og í Krosslæk á hverju hausti og send til efnagreiningar. Environice…

Kolefnisspor Suðurlands

Á fyrri hluta ársins 2019 hófst starfsfólk Environice handa við undirbúning útreikninga á kolefnisspori Suðurlands, en endanlegt verkskipulag og verksamningur lágu fyrir haustið 2019. Verkefnið hafði yfirskriftina Aðgerðaráætlun um loftlagsmarkmið Suðurlands og var hluti af Sóknaráætlun Suðurlands 2019. Hlutverk Environice í verkefninu var m.a. að ráðleggja um aðferðafræði við útreikning á kolefnisspori landshlutans, afla tölulegra…

Vöktun á urðunarstað í Borgarbyggð

Í árslok 2016 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Borgarbyggðar fyrir óvirkan úrgang við Bjarnhóla ofan við Borgarnes. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 16. apríl 2016. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum og í nærliggjandi læk annað hvort ár og send til efnagreiningar. Environice sér…

Staða úrgangsmála á Suðurlandi

Environice hefur um allnokkurt skeið unnið að greiningu á stöðu úrgangsmála á Suðurlandi og gerð tillagna um fyrirkomulag málaflokksins í landshlutanum á næstu árum. Verkið felur m.a. í sér öflun upplýsinga um núverandi stöðu mála og kortlagningu á uppruna og afdrifum úrgangs, svo og greiningu á mismunandi úrvinnsluleiðum fyrir einstaka úrgangsflokka. Fyrsti áfangi verksins var…

Umhverfismat aukinnar urðunar í Fíflholtum

Environice vinnur að mati á umhverfisáhrifum aukinnar urðunar á urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands hf. í Fíflholtum á Mýrum. Urðunarstaðurinn hefur verið í rekstri frá því í desember 1998 og samkvæmt starfsleyfi er heimilt að urða þar allt að 15.000 tonnum af úrgangi á ári. Vegna aukningar á magni úrgangs til urðunar hefur stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. ákveðið…

Umhverfispistlar í Samfélaginu á Rás1

Stefán Gíslason hefur síðan í apríl 2013 verið með vikuleg innlegg um umhverfismál í þættinum Samfélagið á Rás ýmist í formi pistla eða viðtala. Í þessum innleggjum er fjallað um ýmis mál sem tengjast umhverfinu á einn eða annan hátt og er markmið þeirra að auka umhverfisvitund, þekkingu og áhuga hlustenda. Viðskiptavinur: Ríkisútvarpið. Áætlaður tímarammi: 2013 –…