Samhæfing áætlana SRN

Þann 24. nóvember 2021 samdi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) við Environice um að vinna greiningu á gildandi áætlunum í málaflokkum ráðuneytisins með tilliti til þess hvernig þessar áætlanir geti sem best stuðlað að umhverfislegri sjálfbærni og minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda. Í greiningunni skyldu: Dregnar saman áherslur og aðgerðir/verkefni íslenskra stjórnvalda, sem snúa að málaflokkum ráðuneytisins, í…

Sorpbrennsla á Íslandi

Haustið 2021 tók Environice að sér að vinna greiningu á magni úrgangs til brennslu ef til þess kæmi að byggt yrði sorporkuver (hátæknibrennslustöð) á Íslandi. Þessi greining var hluti af mun stærra forverkefni sem sorpsamlögin SORPA bs., Kalka sorpeyðingarstöð sf., Sorpurðun Vesturlands hf. og Sorpstöð Suðurlands bs., svo og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, höfðu gert með…

Strandsvæðaskipulag

Í ársbyrjun 2019 var Stefán Gíslason skipaður formaður svæðisráða sem höfðu það hlutverk að vinna að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði og Vestfirði í samræmi við lög nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulags og er skipað fulltrúum fjögurra ráðuneyta, þremur fulltrúum sveitarstjórna á viðkomandi svæði og fulltrúa Sambands íslenskra…

Mat á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í Rangárþingi eystra

Environice hafði umsjón með mati á umhverfisáhrifum efnistöku úr malarnámu á austurbakka Affalls í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta efnisþörf fyrir framleiðslu á steypu og öðru unnu efni á svæðum í nánd við efnistökuna. Staðsetning námunnar er heppileg fyrir þéttbýliskjarna á Suðurlandi en afar mikil uppbygging hefur verið á Selfossi…

Græn skref og loftslagsstefna LBHÍ

Environice vinnur að því að aðstoða Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) í verkefni Umhverfisstofnunar, Græn skref. Verkefnið er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna sinna. Stofnanir sem taka þátt í þessu verkefni þurfa að fylgja skýrum gátlistum sem skipt er upp í fimm skref. Hvert skref felur í…

Verkfærakista sveitarfélaga

Environice annaðist stjórn verkefnis sem gengur út á að útbúa verkfærakistu fyrir sveitarfélög sem vinna að stefnumótun í loftslagsmálum, sem hýst verður á vefsíðunni loftslagsstefna.is. Ingunn Gunnarsdóttir og síðar Salome Hallfreðsdóttur báru hitann og þungann af þessu verkefni af hálfu Environice. Verkfærakistan skiptist annars vegar í opinn ytri vef sem m.a. mun innihalda almennar upplýsingar…

Kalkþörungar í matvælaframleiðslu

Stefán Gíslason hjá Environice hefur aðstoðað Marigot, írskt móðurfélag Íslenska kalkþörungafélagsins, í málum sem snúa að notkun malaðra kalkþörunga í lífrænt vottaða sojamjólk og aðrar sambærilegar matvörur. Verkefnið snýst um að skerpa á skilgreiningum, túlka ákvæði íslenskra og erlendra staðla og reglugerða um lífræna framleiðslu, sjálfbærar náttúrunytjar og notkun ólífrænna efna í lífræna framleiðslu, samræma…

Mat á umhverfisáhrifum hræbrennslu á Strönd

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. hefur í hyggju að koma upp brennsluofni á urðunarstaðnum á Strönd í Rangárþingi ytra fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar í áhættuflokki 1 og 2 frá sveitarfélögum og einkaaðilum á Suðurlandi, með afkastagetu allt að 4.000 tonn á ári. Undanfarin ár hafa dýrahræ frá sveitarfélögum og einkaaðilum á Suðurlandi farið til brennslu í…

Kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins

Í maí 2020 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um útreikning á kolefnisspori landshlutans í heild, en verkefnið er hluti af Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024. Hlutverk Environice samkvæmt samningnum var m.a. að afla tölulegra upplýsinga og reikna kolefnisspor svæðisins 2019 út frá þeim. Verkefnið var í aðalatriðum sambærilegt fyrri verkefnum Environice á þessu sviði…

Kolefnisspor Vesturlands

Í lok mars 2020 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um útreikning á kolefnisspori landshlutans í heild, en verkefnið er liður í að ná því markmiði Sóknaráætlunar Vesturlands að draga úr losun kolefnis um 10% fram til ársins 2025. Hlutverk Environice samkvæmt samningnum var m.a. að ráðleggja um aðferðafræði við útreikning á kolefnissporinu,…