Þjónusta í stað vöru

Environice er fulltrúi Íslands í nýju þriggja ára verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um þjónustu í stað vöru (e. Product Service Systems (PSS)). Verkefnið er hluti af viðleitni Norðurlandanna til að verða sjálfbærasta svæði heimsins og fyrirmynd annarra í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Tilgangur verkefnisins er að kanna og sýna fram á þann þátt sem sala á þjónustu í stað…

Vöktun við urðunarstað í Fíflholtum

Stefán Gíslason hefur um margra ára skeið séð um sýnatöku og mælingar við urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands hf. í Fíflholtum á Mýrum. Sorpurðun Vesturlands hf. er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi og er tilgangur félagsins móttaka, urðun og förgun úrgangs. Urðunarstaðurinn í Fíflholtum starfar skv. starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og er sýnatakan hluti af innra eftirliti sem…

Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri

Í mars 2022 samdi Samband íslenskra sveitarfélaga við Environice um sérfræðiráðgjöf vegna verkefnisins Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku, sem er eitt þriggja verkefna undir hattinum Hækkum rána í úrgangsmálum sem styrkt er af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og unnið í samstarfi við Umhverfisstofnun. Hlutverk Environice í verkefninu felur m.a. í sér eftirfarandi verkþætti: Einfalt mat…

Mat á umhverfisáhrifum efnistöku í landi Skorholts

Haustið 2019 tók Environice að sér mat á umhverfisáhrifum efnistöku úr malarnámu í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta efnisþörf fyrir malarefni og annað unnið efni á svæðum umhverfis efnistökuna. Allt unnið efni úr námunni er notað sem fylliefni í steinsteypu. Efnistaka hefur verið stunduð í Skorholtsnámu allt frá árinu 1954. Mat…

Loftslagsdagurinn 2022

Stefán Gíslason hjá Environice sá um fundarstjórn á Loftslagsdeginum 3. maí 2022. Umhverfisstofnun stóð fyrir þessum degi, ásamt nokkrum samstarfsstofnunum, í þeim tilgangi að miðla upplýsingum um loftslagsmál á skiljanlegan hátt til almennings og á milli sérfræðihópa. Dagurinn var hugsaður fyrir almenning, stjórnvöld, fjölmiðla, vísindasamfélagið, nemendur og öll áhugasöm um loftslagsmál. Loftslagsdagurinn var haldinn í…

Loftslagsstefna Höfuðborgarsvæðisins

Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) vinnur að gerð loftslagsstefnu sem hluta af sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins og áhersluverkefnum fyrir árið 2021. Environice hefur tekið að sér að aðstoða við mótun stefnunar og setningu markmiða. Tilgangur verkefnisins er að móta tillögu að hnitmiðaðri og einfaldri loftslagsáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Einnig verður tekið saman yfirlit yfir yfirstandandi og fyrirliggjandi verkefni…

Vöktun við aflagðan urðunarstað í Kolgrafafirði

Árið 2021 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við aflagðan urðunarstað í Kolgrafafirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Eftirlit við urðunarstaðinn tekur mið af fyrirmælum Umhverfisstofnunar um frágang og vöktun, sem gefin voru út 5. desember 2012. en urðunarstaðurinn hefur verið lokaður síðan árið 2011. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum á hverju hausti og…

Hringrásarhagkerfi á Norðurlöndunum

Environice er fulltrúi Íslands í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar undir yfirskriftinni „Nordic Circular Economy Potential“. Ráðgjafarstofan GAIA í Finnlandi stýrir verkefninu, með samstarfsaðila í hinum Norðurlöndunum, þ.e.a.s. Environice á Íslandi, PlanMiljø í Danmörku, NORSUS í Noregi og RISE í Svíþjóð. Verkefnið er unnið fyrir vinnuhóp Norrænu ráðherranefndar um hringrásarhagkerfi, svonefndan NCE-hóp, sem í sitja…

Umhverfisstarf Hafrannsóknastofnunar

Environice vinnur að því að aðstoða Hafrannsóknastofnun við innleiðingu grænna skrefa og mótun loftslagsstefnu fyrir skrifstofurekstur og skipaflota stofnunarinnar. Áður en samstarfið við Environice hófst var Hafrannsóknastofnun komin vel á veg í umhverfisstarfinu og hafði m.a. sett saman öflugt umhverfisteymi sem sér um að koma aðgerðum í farveg á öllum tíu starfsstöðvum stofnunarinnar. Environice mun…

Skyldur sveitarfélaga í loftslagsmálum

Á síðustu árum hefur starfsfólk Environice haldið fjöldann allan af fyrirlestrum við ólíklegustu tækifæri um hvaðeina sem tengist umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Þessir fyrirlestrar hafa verið haldnir fyrir starfsfólk fyrirtækja, sveitarfélög, Rotaryklúbba, opinberar stofnanir, hagsmunasamtök og kvennaklúbba, svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur starfsfólk Environice útbúið fræðsluefni og haldið námskeið um þessi mál. Í febrúar…