Kolefnisspor Vestfjarða

Í október 2024 samdi Environice við Fjórðungssamband Vestfirðinga um útreikning á kolefnisspori landshlutans. Verkefnið er í aðalatriðum sambærilegt fyrri verkefnum Environice á þessu sviði, en á síðustu árum hefur Environice einnig reiknað kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins, Vesturlands, Norðurlands vestra, Austurlands og Suðurlands. Afrakstur verkefnisins verður skýrsla sem nýtt verður við áframhaldandi stefnumótun sveitarfélaga á Vestfjörðum í loftslagsmálum.…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Hornafirði

Environice vann að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði í samræmi við samkomulag aðila þar um. Í ársbyrjun 2022 var tekin ákvörðun um að vinna sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð, Skaftárhrepp og Mýrdalshrepp og hófst sú vinna af fullum krafti síðari hluta vetrar. Engin svæðisáætlun hafði verið í gildi fyrir…

Sorpurðun Vesturlands

Frá því vorið 2005 hefur Stefán Gíslason séð um sýnatöku og mælingar við urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands hf. í Fíflholtum á Mýrum. Sorpurðun Vesturlands hf. er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi og er tilgangur félagsins móttaka, urðun og förgun úrgangs. Urðunarstaðurinn í Fíflholtum starfar skv. starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og er sýnatakan hluti af innra eftirliti sem…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi

Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja og staðfesta svæðisáætlun sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir. Í svæðisáætlun eiga m.a. að koma fram upplýsingar um…

Kolefnisspor Akureyrar

Vorið 2018 gengu Environice og Akureyrarkaupstaður frá samkomulagi um ráðgjöf næstu misserin vegna útreikninga á kolefnisspori bæjarins. Verkefnið tengist vinnu Akureyrarkaupstaðar við að uppfylla kröfur Global Covenant of Mayors for Climate & Energy (GCoM), sem er sameiginleg yfirlýsing borgarstjóra um heim allan um vilja sinn til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, styrkja viðnámsþol gegn loftslagsbreytingum,…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum

Environice vinnur með Vestmannaeyjabæ að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum fyrir árin 2025-2036. Verkið hófst af fullum krafti í desember 2024 og lýkur væntanlega vorið 2025 með staðfestingu Bæjarstjórnar Vestmannaeyja á endanlegri áætlun. Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum

Í nóvember 2023 var gengið frá samningi milli Environice og Fjórðungssambands Vestfirðinga um gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum. Verkefnið byggir á samþykkt Fjórðungsþings haustið 2022 þess efnis að öll níu sveitarfélögin í fjórðungnum hyggist vinna sameiginlega að áætlunargerðinni. Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í…

Flokkun í anda hringrásarhagkerfis

Þann 22 desember 2022 undirrituðu Stefán Gíslason og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) samning vegna verkefnisins Flokkun í anda hringrásarhagkerfis, sem er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024. Tilgangurinn með verkefninu var að draga verulega úr magni úrgangs sem fer til förgunar frá aðilum á Vesturlandi og bæta þar með nýtingu auðlinda, m.a. með hliðsjón af…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Hulusvæðinu

Environice vinnur með sveitarstjórnum Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélögunum tveimur fyrir árin 2025-2036, en þessi sveitarfélög standa sameiginlega að byggðasamlaginu Hulu sem sér um úrgangsmálin á svæðinu. Verkið hófst í september 2024 og lýkur væntanlega sumarið 2025 með staðfestingu sveitarstjórnanna á endanlegri áætlun. Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun…