Álitsgerðir, minnisblöð og árangursmat

Environice hefur tekið saman nokkrar „Umhverfislegar álitsgerðir“ og minnisblöð að beiðni mismunandi aðila. Viðfangsefnin eru margvísleg en oftast er tilgangurinn sá að leggja grunn að vandaðri ákvörðanatöku. Þannig hafa til að mynda sveitarfélög fengið aðstoð við gerð umsagna um starfsleyfisumsóknir fyrirtækja og gerð athugasemda við mat á umhverfisáhrifum, svo eitthvað sé nefnt. Önnur verkefni hafa…

Úrgangsáætlanir

Hjá Environice er til staðar mikil þekking á úrgangsmálum. Grunnurinn að þessari þekkingu var lagður á árunum 1985-1997 þegar framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfaði sem sveitarstjóri á Hólmavík. Þar lét hann úrgangsmál mjög til sín taka. Síðustu árin hafa stærstu verkefnin á þessu sviði snúist um aðstoð við gerð svæðisáætlana um meðhöndlun úrgangs, en fyrirtækið vann einnig…

Útreikningur á kolefnisspori

Environice hefur um árabil aðstoðað fyrirtæki, samtök og sveitarfélög við útreikninga á kolefnisspori og greiningu tækifæra til að draga úr losun. Stærstu verkefnin á þessu sviði hafa falist í útreikningum fyrir heila landshluta, sem gjarnan hafa verið hluti af sóknaráætlunum landshlutanna. Niðurstöðurnar hafa nýst við stefnumótun og gerð aðgerðaáætlana fyrir landshlutasamtök og einstök sveitarfélög innan…

Græn skref og loftslagsstefna

Environice hefur aðstoðað stofnanir við innleiðingu grænna skrefa og mótun loftslagsstefnu, en Græn skref er verkefni Umhverfisstofnunar fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna sinna. Samkvæmt lögum um loftslagsmál ber Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkisins að setja sér loftslagsstefnu. Hún skal innihalda skilgreind markmið…

Vottun og umhverfismerki

Environice aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í viðleitni þeirra til að fá umhverfisvottun fyrir vörur, þjónustu eða landsvæði. Fyrirtækið hefur einnig liðsinnt stjórnvöldum á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum við uppbyggingu og viðhald vottunarkerfa og veitt almenningi og smærri fyrirtækjum ráðgjöf um innkaup á umhverfismerktum vörum og þjónustu. Starfsmenn Environice hafa m.a. aðstoðað Norrænu ráðherranefndina við stefnumótun fyrir Norræna svaninn…

Viðskipti með losunarheimildir

Environice aðstoðar fyrirtæki sem heyra undir Viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir (European Trading Scheme (ETS)) við öflun losunarheimilda, útreikninga og skýrslugjöf til Umhverfisstofnunar og annarra aðila. Birna Sigrún Hallsdóttir er fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði, en hún vann um árabil hjá Umhverfisstofnun við umsjón með viðskiptum innan ETS, auk þess sem hún hafði umsjón með…

Stefnumótun og íbúafundir

Frá upphafi hefur Environice aðstoðað sveitarfélög og fyrirtæki við stefnumótun af ýmsu tagi, þ.m.t. við undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu hópfunda. Stærsta einstaka verkefnið af þessu tagi sem Environice hefur leitt er verkefnisstjórn Staðardagskrá 21 á Íslandi sem var í höndum fyrirtækisins og framkvæmdastjóra þess frá haustinu 1998 til ársloka 2009. Fyrirkomulag íbúafunda og starfsmannafunda undir stjórn…

Umhverfisvöktun við urðunarstaði

  Environice sér um umhverfisvöktun á nokkrum urðunarstöðum. Staðirnir eru heimsóttir reglulega (mánaðarlega eða einu sinni til tvisvar á ári eftir umfangi), gerðar mælingar á grunnvatnsstöðu og rennsli sigvatns, tekin sýni úr grunnvatni, sigvatni og jarðvegi í samræmi við ákvæði starfsleyfis, sýnum komið til greiningar og gerð skýrsla um niðurstöður og aðrar athuganir. Í einhverjum tilvikum…

Kennsla og námsefnisgerð

Starfsfólk Environice hefur tekið að sér margvísleg verkefni í kennslu og námsefnisgerð á sviði umhverfismála. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lauk námi í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá HÍ vorið 1982 og starfaði eftir það sem skólastjóri í grunnskóla í 3 ár. Þessa menntun og reynslu tók hann með sér í umhverfismálin þar sem hann hefur öðru…

Fyrirlestrar, þáttagerð og greinaskrif

Á síðustu árum hefur starfsfólk Environice haldið fjöldann allan af fyrirlestrum við ólíklegustu tækifæri um hvaðeina sem tengist umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Þessir fyrirlestrar hafa verið haldnir fyrir starfsfólk fyrirtækja, sveitarfélög, Rotaryklúbba, opinberar stofnanir, hagsmunasamtök og kvennaklúbba, svo eitthvað sé nefnt. Í öllu þessu fyrirlestrahaldi hefur smám saman orðið til mikið safn af aðgengilegu efni, sem er í…