Í dag kom út handbókin Marine Biobased Building Materials, en bókin er afrakstur verkefnis sem ráðgjafarstofan Arup hefur unnið að um nokkurt skeið fyrir Norrænu nýsköpunarmiðstöðina (Nordic Innovation). Ein helsta niðurstaða verkefnisins er að nýting byggingarefna úr sjó getur minnkað kolefnisspor byggingariðnaðarins verulega og dregið um leið úr álagi á ýmsar náttúruauðlindir, auk þess að geta hafa jákvæð áhrif á lífríki sjávar.
Í handbókinni eru greind helstu tækifæri sem liggja í nýtingu sjávarauðlinda í byggingarstarfsemi, en þar er m.a. átt við auðlindir á borð við kítín, þörunga og ýmsan annan sjávargróður. Þessi efni geta að vissu marki komið í stað kolefnisfrekari efna, svo sem steinsteypu. Nýting þessara auðlinda getur auk heldur spornað gegn ofaugðun, svo sem í fjörðum og strandsjó nálægt þéttbýlum svæðum.
Handbókinni er öðru fremur ætlað að nýtast þeim sem vilja byggja upp atvinnurekstur í kringum nýtingu sjávarauðlinda í byggingariðnaði. Bókinni er þannig ætlað að vera uppspretta hugmynda og innblásturs. Í henni er búið að draga saman tiltæka þekkingu á þessu sviði, auk þess sem settar eru fram leiðbeiningar sem nýst geta til áframhaldandi þróunar viðskiptahugmynda.
Nánari upplýsingar um framangreint verkefni má finna á vefsíðum Arup – og þar er einnig hægt að nálgast handbókina á pdf-formi, (sjá einnig upplýsingar á vefsíðu Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar).
Environice kom lítillega að undirbúningi handbókarinnar á fyrstu stigum.