Environice vann á síðasta ári verkefni í samstarfi við Loftslagshóps Norrænu Ráðherranefndarinnar undir nafninu „Global Weirding“ eða hnattræn skrítnun. Verkefnið miðar að því að auka áhuga ungs fólks á Norðurlöndum á afleiðingum loftslagsbreytinga. Verkefnið var í tveimur hlutum, annars vegar voru gerð stutt myndbönd með grínistum frá öllum Norðurlöndunum sem unnin voru af Environice og íslenska framleiðslufyrirtækinu Mystery. Hinn hluti verkefnisins var heimasíða sem unnin var af norsku fyrirtækjunum Cicero og Bengler, en þar má finna grafíska mynd af hugsanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga.
Myndböndin sem framleidd voru af Environice og Mystery má finna á youtube lista verkefnisins og hafa þau öll verið textuð á íslensku.