Í lok sumars var opnaður nýr fræðsluvefur um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Birna Sigrún Hallsdóttir hjá Environice er höfundur síðunnar, en síðan var unninn með styrk frá Loftslagssjóði. Hönnun vefsins og forritun var í höndum Sigurðar Finnssonar, sjálfstætt starfandi á sviði tölvutækni.
Efni vefsins skiptist í fimm kafla: Losun gróðurhúsalofttegunda og losunarbókhald, Viðbrögð alþjóðasamfélagsins, Skuldbindingar Íslands, Samanburður við önnur lönd og hugtök og Orðskýringar. Vefurinn er vistaður á síðunni Himinn og haf.
Þessi nýi vefur er einstakur að því leyti að hvergi annars staðar er að finna jafn hnitmiðaðar og skiljanlegar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum, þ.m.t. skuldbindingar gagnvart Kyoto-bókuninni, Parísarsamningnum og öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Á vefnum er m.a. að finna gagnvirk gröf sem sýna losun gróðurhúsalofttegunda í fortíð og líklegri framtíð, auk ítarefnis um hin ýmsu atriði sem þessu tengjast.
Gríðarlega mikil vinna fór í vefinn og erum við hjá Environice mjög stolt af útkomunni og þökkum Birnu fyrir sína góðu vinnu.