Kolefnisspor garðyrkjunnar reiknað

Í dag afhenti framkvæmdastjóri Environice formanni Sambands garðyrkjubænda niðurstöður útreikninga á kolefnisspori íslenskrar garðyrkju, en Environice hefur unnið að þessu verki um nokkurra mánaða skeið fyrir garðyrkjubændur. Niðurstöðurnar sem afhentar voru í dag eru í raun tvenns konar. Annars vegar hefur Environice útbúið reiknilíkan sem gerir einstökum garðyrkjubændum kleift að reikna kolefnisspor búa sinna út…

Sjálfbærnimarkmið SÞ til umræðu í Ystad

í dag hélt Stefán Gíslason erindi um innleiðingu Sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnu í Ystad í Svíþjóð. Ráðstefnan er hluti af norrænu verkefni undir yfirskriftinni Attractive Nordic towns and regions, en þetta er verkefni sem norsk stjórnvöld hleyptu af stokkunum á árinu 2017 þegar Norðmenn gengdu formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Alls taka 16 norræn sveitarfélög…

Environice reiknar kolefnisspor Norðurlands vestra

Í dag var undirritaður samningur á milli Environice og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um útreikning á kolefnisspori Norðurlands vestra í heild. Samkvæmt samningnum felst verkefnið í greiningu á helstu orsakavöldum kolefnislosunar í fjórðungnum, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, neyslu íbúa o.fl. Að þeim niðurstöðum fengnum verða greindir möguleikar á annars vegar…

Fundað um úrgangsmál á Vestfjörðum

Framtíð úrgangsmála var til umræðu í fundaferð Stefáns Gíslasonar um norðanverða Vestfirði í gær, mánudag, en fundirnir voru skipulagðir af Vestfjarðastofu. Á fundi í Bolungarvík með sveitarstjórnarmönnum frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað var rætt um hugmyndir um byggingu sorporkustöðvar á svæðinu og farið yfir helstu tækifæri og ógnir sem fylgja slíku verkefni. Eftir það var fundað…

Loftslagsmál rædd á Skipulagsdegi

Stefán Gíslason fjallaði um loftslagsmál í skipulagsáætlunum í erindi sínu á hinum árlega Skipulagsdegi sem Skipulagsstofnun stóð fyrir í Gamla bíói í gær í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsdagurinn var að þessu sinni að mestu helgaður fyrirhugaðri endurskoðun á landsskipulagsstefnu, en samkvæmt tilmælum núverandi umhverfisráðherra verður bætt í stefnuna sérstökum áherslum varðandi loftslagsmál, landslag…

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kynnt

Í síðustu viku kynnti umhverfis- og auðlindaráðuneytið nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030. Áætlunin er unnin af sérstakri verkefnisstjórn, en Environice veitti faglega ráðgjöf við verkið. Ráðist var í gerð áætlunarinnar á síðasta vetri í samræmi við sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf frá því í nóvember 2017. Hlutverk Environice var m.a. að…

Ljósm: Ragnar Th. Sigurðsson, Arctic Images

HM í fótbolta kolefnisjafnað að tillögu Environice

Eins og flestir vita tekur karlalandslið Íslands þessa dagana þátt í Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Hitt vita e.t.v. færri að áður en lagt var af stað var gengið frá samningum um kolefnisjöfnun á ferð landsliðsins og aðstoðarmanna þess. Birna Sigrún Hallsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Environice átti hugmyndina að þessu og kolefnisjöfnunin var formlega staðfest á Bessastöðum 6. júní…

Rætt um sjálfbæra ferðaþjónustu á málþingi í Færeyjum

Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice, tók þátt í pallborðsumræðum á málþingi Fróðskaparseturs Færeyja (Háskóla Færeyja) sem haldið var í Þórshöfn 24. maí sl. Pallborðið hafði yfirskriftina „CERTIFICATION AND PROTECTION OF NATURE“ og var stýrt af Óluvu Zachariasen, sjónvarpskonu hjá Kringvarpi Færeyja. Í umræðunum gerði Stefán grein fyrir vinnu Environice við þróun sjálfbærnivottunar fyrir áfangastaði ferðamanna, svo og…

800. umhverfismolinn á 2020.is

Í dag birtist 800. umhverfisfróðleiksmolinn á vefsíðunni 2020.is, sem Environice hefur haldið úti frá því í ágúst 2012. Vefsíðan hefur að geyma dagleg fróðleikskorn um umhverfismál, þar sem fylgt er þeirri meginreglu að hvert innlegg sé ekki meira en 15 línur sem fela í sér útdrátt úr nýrri eða nýlegri umhverfisfrétt, sem ekki hefur birst…

Umhverfisskýrsla landsáætlunar um innviði til umsagnar

Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum hefur verið lögð fram til kynningar, en unnið hefur verið að áætlunargerðinni undanfarna mánuði undir verkstjórn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Áætluninni fylgir umhverfisskýrsla sem unnin er samkvæmt ákvæðum laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Environice aðstoðaði ráðuneytið við þann hluta verksins sem laut að umhverfismatinu. Drög að landsáætluninni og…