Mati á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall lokið
Environice hefur lokið við mat á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra, en vinna við matið hefur staðið yfir síðusta eitt og hálft ár. Áætluð efnistaka um 630.000 rúmmetrar og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka…