Inga Lóa gengin til liðs við Environice

Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir, eða Inga Lóa, hóf störf hjá Environice í vikunni. Inga Lóa er alin upp í Borgarfirði og útskrifaðist í vor með BSc-gráðu í Náttúru og Umhverfisfræði (B.Sc.) frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Inga Lóa mun sinna fjölbreyttum verkefnum á nýja vinnustaðnum, m.a. hafa yfirsýn yfir framkvæmdir sem þurfa að fara í mat á…

Ný upplýsingasíða um loftslagsmál

Í lok sumars var opnaður nýr fræðsluvefur um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.  Birna Sigrún Hallsdóttir hjá Environice er höfundur síðunnar, en síðan var unninn með styrk frá Loftslagssjóði. Hönnun vefsins og forritun var í höndum Sigurðar Finnssonar, sjálfstætt starfandi á sviði tölvutækni.  Efni vefsins skiptist í fimm kafla: Losun gróðurhúsalofttegunda og losunarbókhald,…

Frummatsskýrsla vegna efnistöku við Affall

Environice vinnur með Hólaskarði ehf. að mati á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Áætluð efnistaka er um 630.000 rúmmetrar og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna. Drög að tillögu að matsáætlun voru tilbúin vorið…

Tillaga að matsáætlun fyrir efnistöku í Skorholti

Environice vinnur með B.M. Vallá ehf. að mati á umhverfisáhrifum efnistöku í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Áætluð efnistaka er um 2,5 milljónir rúmmetra og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna. Nú liggja fyrir drög að tillögu að matsáætlun vegna…

Tillaga að matsáætlun fyrir efnistöku við Affall

Environice vinnur með Hólaskarði ehf. að mati á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Áætluð efnistaka er um 630.000 rúmmetrar og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna. Nú liggja fyrir drög að tillögu að matsáætlun…

Tillaga að matsáætlun fyrir hræbrennsluofn á Strönd

Environice vinnur með Sorpsamlagi Rangárvallasýslu bs. að mati á umhverfisáhrifum brennsluofns fyrir dýraleifar á urðunarstað samlagsins á Strönd á Rangárvöllum. Drög að tillögu að matsáætlun liggja nú fyrir og gefst almenningi kostur á að koma á framfæri athugasemdum við þau fram til 21. febrúar 2020. Eftir þann tíma verður tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun til…

Environice stækkar

Salome Hallfreðsdóttir umhverfisfræðingur hóf störf hjá Environice í byrjun þessarar viku, nánar tiltekið 1. apríl sl. Salome er uppalin á Eskifirði, er grunnskólakennari að mennt, en er einnig með diplómu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og meistaragráðu (MSc) í umhverfisfræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Salome hefur unnið sleitulaust að umhverfismálum síðustu 8…

Umhverfismat í Fíflholtum auglýst

Environice vinnur með Sorpurðun Vesturlands hf. að mati á umhverfisáhrifum aukinnar urðunar í á urðunarstað Vestlendinga í Fíflholtum á Mýrum. Drög að tillögu að matsáætlun liggja nú fyrir og gefst almenningi kostur á að koma á framfæri athugasemdum við þau fram til 14. mars 2019. Eftir þann tíma verður tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun til…

Skýrsla Environice um friðlýsingu Drangajökulsvíðerna afhent

Síðastliðinn föstudag afhenti Stefán Gíslason framkvæmdastjóri Environice stórn náttúrverndarsamtakanna ÓFEIGAR skýrslu sem Environice hefur tekið saman að beiðni samtakanna um áhrif hugsanlegrar friðlýsingar Drangajökulsvíðerna á umhverfi og samfélag í Árneshreppi og þar í kring. Meginniðurstaða skýrslunnar er að friðlýsing Drangajökulsvíðerna sé líkleg til að hafa veruleg jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag í Árneshreppi. Í…

Kolefnisspor garðyrkjunnar reiknað

Í dag afhenti framkvæmdastjóri Environice formanni Sambands garðyrkjubænda niðurstöður útreikninga á kolefnisspori íslenskrar garðyrkju, en Environice hefur unnið að þessu verki um nokkurra mánaða skeið fyrir garðyrkjubændur. Niðurstöðurnar sem afhentar voru í dag eru í raun tvenns konar. Annars vegar hefur Environice útbúið reiknilíkan sem gerir einstökum garðyrkjubændum kleift að reikna kolefnisspor búa sinna út…