Drykkjarfernuúttekt Environice opinberuð

Úrvinnslusjóður birti í dag úttekt Environice á afdrifum drykkjarferna, en úttektin var unnin fyrir sjóðinn í framhaldi af umræðu í fjölmiðlum sl. vor þar sem því var haldið fram að meðhöndlun þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs á drykkjarfernum væri ekki eins og best væri á kosið og að fernur sem sendar væru til endurvinnslu væru að mestu leyti…

Málstofa um eldra fólk og loftslagsmál

Dagana 27.-28. september nk. verður norræn málstofa um eldra fólk og loftslagsmál haldin í Reykjavík. Málstofan er annar verkhluti af þremur í verkefninu Äldre folk och klimat – Nytta för båda två, sem Environice stýrir skv. samningi við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Verkefnið er hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir…

Ný skýrsla um ráðstöfun dýraleifa

Í vikunni var birt minnisblað Environice um meðhöndlun dýraleifa, sem tekið var saman að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í minnisblaðinu (sem í reynd er fremur skýrsla en minnisblað) er gefið yfirlit yfir núverandi ráðstöfun dýraleifa á Íslandi, farið yfir gildandi löggjöf um þessi efni, sagt frá helstu áformum…

Svæðisáætlun fyrir Norðurland kynnt

Öll sveitarfélög á Norðurlandi vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér…

Aðgerðaáætlun um lífræna framleiðslu

Í dag undirrituðu Stefán Gíslason framkvæmdastjóri Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samning um gerð tillagna að aðgerðaáætlun fyrir eflingu lífrænnar framleiðslu.Áætlunin er unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem áhersla er lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu. Meðal verkefna sem þar eru tilgreind er tímasett áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sem er lykilþáttur í að…

Umhverfismati Skorholtsnámu lokið

Þann 18. maí sl. gaf Skipulagsstofnun út álit vegna umhverfismatsskýrslu sem Environice vann fyrir BM Vallá vegna efnistöku í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Þar með er umhverfismatinu formlega lokið, en matið er nauðsynleg forsenda þess að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar geti gefið út framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi vinnslu efnis úr námunni. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin…

Áramótakveðja Environice

Kæru vinir Á þessum síðasta degi ársins óskum við ykkur gleðilegs nýs árs, farsældar, góðrar heilsu og hamingju.Árið 2021 hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt hjá Environice, við fengum að taka þátt í mörgum ótrúlega spennandi verkefnum, færðum höfuðstöðvar okkar í sveitasæluna á Hvanneyri og svo bættist einn starfsmaður í hópinn í haust. Umhverfisvitund fyrirtækja á…

Nýtt verkefni um þjónustu í stað vöru

Environice er fulltrúi Íslands í nýju þriggja ára verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um þjónustu í stað vöru (e. Product Service Systems (PSS)). Verkefnið er hluti af viðleitni Norðurlandanna til að verða sjálfbærasta svæði heimsins og fyrirmynd annarra í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Tilgangur verkefnisins er að kanna og sýna fram á þann þátt sem sala á þjónustu í…

Umhverfisvinna lögreglunnar á Vesturlandi hefst

Á dögunum var undirritaður samningur milli lögreglustjórans á Vesturlandi og Umhverfisráðgjafar Íslands (Environice) um sérfræðiráðgjöf vegna loftslagsstefnu, aðgerðaráætlunar og grænna skrefa í ríkisrekstri, sbr. tilmæli stjórnvalda og ákvæða í 5. gr. c. Í lögum um loftslagsmál nr. 70/2012. Environice mun því vinna náið með umhverfisnefnd embættisins varðandi öll ofangreind atriði. Um gríðarstórt verkefni er að…