Losunarheimildir Loðnuvinnslunnar

Birna S. Hallsdóttir hjá Environice hefur aðstoðað Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði við útreikninga og skýrsluhald í tengslum við þátttöku fyrirtækisins í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (Emission Trading System (ETS)). Loðnuvinnslan er eitt fárra fyrirtækja á Íslandi sem fellur undir viðskiptakerfið og þarf að afla sér losunarheimilda innan þess. Minnkandi hluta þessara heimilda er úthlutað án endurgjalds og…

Vakinn

Environice hefur veitt Ferðamálastofu margvíslega ráðgjöf við uppbyggingu og rekstur gæða- og umhverfiskerfisins Vakans. Ráðgjöfin hefur m.a. falist í aðstoð við úrlausn vafamála sem upp hafa komið í umhverfishlutanum og ráðleggingum um áframhaldandi þróun kerfisins, þ.m.t. uppfærsla á viðmiðum Vakans, samanburður við önnur flokkunar- og vottunarkerfi á sviði umhverfismála og könnun á möguleikum þess að aðlaga…

2020.is

Vefsíðan 2020.is (tuttugututtugu.com) hefur að geyma dagleg fróðleikskorn um umhverfismál í boði Environice. Heiti síðunnar vísar til ártalsins 2020 og mikilvægis þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld nái að snúa þróun umhverfismála til betri vegar fyrir þann tíma. Stefán Gíslason er ritstjóri og ábyrgðarmaður 2020.is, en auk hans vann Birgitta Stefánsdóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur, um tíma að…

Tillaga að matsáætlun fyrir hræbrennsluofn á Strönd

Environice vinnur með Sorpsamlagi Rangárvallasýslu bs. að mati á umhverfisáhrifum brennsluofns fyrir dýraleifar á urðunarstað samlagsins á Strönd á Rangárvöllum. Drög að tillögu að matsáætlun liggja nú fyrir og gefst almenningi kostur á að koma á framfæri athugasemdum við þau fram til 21. febrúar 2020. Eftir þann tíma verður tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun til…

Kolefnisspor Norðurlands vestra

Haustið 2018 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um útreikning á kolefnisspori landshlutans í heild. Samkvæmt samningnum fólst verkefnið í greiningu á helstu orsakavöldum kolefnislosunar í fjórðungnum, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, neyslu íbúa o.fl. Að þeim niðurstöðum fengnum voru greindir möguleikar á annars vegar samdrætti í losun kolefnis og…

Námsefni um mengun sjávar

Verkefnið Mengun sjávar, gerð námsefnis fyrir annars vegar framhaldsskólanema og hins vegar fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla byrjaði sem hugmynd árið 2016 og varð að veruleika um 18 mánuðum síðar. Markmið verkefnisins er að búa til aðgengilegt og fræðandi kennsluefni fyrir skólakrakka, sem vonandi getur einnig nýst áhugasömu fólki á öllum aldri. Verkefnið er…

Vöktun við urðunarstað við Hólmavík

Árið 2014 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Sorpsamlags Strandasýslu ehf. í landi Skeljavíkur við Hólmavík, en sambærileg vöktun hafði ekki áður farið fram á svæðinu. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 10. júlí 2012. Tekin eru sýni við urðunarstaðinn og í Húsadalsá á…

Kennsla í Tækniskólanum

Síðustu árin hefur Birna S. Hallsdóttir hjá Environice séð um kennslu í umhverfisfræðum fyrir nemendur í Tækniskóla Íslands, nánar tiltekið nemendur í vélstjórnar- og skipstjórnarnámi. Kennslan fer annars vegar fram í staðnámi og hins vegar í dreifnámi. Í náminu er fengist við ýmis helstu viðfangsefni á sviði umhverfismála, með sérstakri áherslu á málefni hafsins, svo…

Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í úrgangsmálum

Birgitta Stefánsdóttir hjá Environice vann við skrif og heimildaöflun fyrir Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í úrgangsmálum fyrir tímabilið 2015-2020. Environice var ráðgefandi við innihald og stefnumótun og vann með aðgerðahóp borgarfulltrúa. Þráðurinn var svo tekinn upp að nýju veturinn 2018-2019. Viðskiptavinur: Reykjavíkurborg Tímarammi (fyrri hluti): Verkið hófst í apríl 2014 og lauk með samþykkt borgarstjórnar í janúar 2016…

Environice stækkar

Salome Hallfreðsdóttir umhverfisfræðingur hóf störf hjá Environice í byrjun þessarar viku, nánar tiltekið 1. apríl sl. Salome er uppalin á Eskifirði, er grunnskólakennari að mennt, en er einnig með diplómu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og meistaragráðu (MSc) í umhverfisfræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Salome hefur unnið sleitulaust að umhverfismálum síðustu 8…