Ný upplýsingasíða um loftslagsmál

Í lok sumars var opnaður nýr fræðsluvefur um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.  Birna Sigrún Hallsdóttir hjá Environice er höfundur síðunnar, en síðan var unninn með styrk frá Loftslagssjóði. Hönnun vefsins og forritun var í höndum Sigurðar Finnssonar, sjálfstætt starfandi á sviði tölvutækni.  Efni vefsins skiptist í fimm kafla: Losun gróðurhúsalofttegunda og losunarbókhald,…

Útreikningur á kolefnisspori

Environice hefur aðstoðað fyrirtæki, samtök og sveitarfélög við útreikninga á kolefnisspori og önnur verk sem miða að því að ná yfirsýn yfir þá þætti í starfseminni sem stuðla að loftslagsbreytingum. Þetta hefur m.a. nýst fyrirtækjum sem undirritað hafa Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Hlutverk Environice í þessum verkefnum er einkum fólgið í: Söfnun upplýsinga um eldsneytisnotkun, aðra orkunotkun…

Verkfærakista sveitarfélaga

Environice annaðist stjórn verkefnis sem gengur út á að útbúa verkfærakistu fyrir sveitarfélög sem vinna að stefnumótun í loftslagsmálum, sem hýst verður á vefsíðunni loftslagsstefna.is. Ingunn Gunnarsdóttir og síðar Salome Hallfreðsdóttur báru hitann og þungann af þessu verkefni af hálfu Environice. Verkfærakistan skiptist annars vegar í opinn ytri vef sem m.a. mun innihalda almennar upplýsingar…

Frummatsskýrsla vegna efnistöku við Affall

Environice vinnur með Hólaskarði ehf. að mati á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Áætluð efnistaka er um 630.000 rúmmetrar og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna. Drög að tillögu að matsáætlun voru tilbúin vorið…

Kalkþörungar í matvælaframleiðslu

Stefán Gíslason hjá Environice hefur aðstoðað Marigot, írskt móðurfélag Íslenska kalkþörungafélagsins, í málum sem snúa að notkun malaðra kalkþörunga í lífrænt vottaða sojamjólk og aðrar sambærilegar matvörur. Verkefnið snýst um að skerpa á skilgreiningum, túlka ákvæði íslenskra og erlendra staðla og reglugerða um lífræna framleiðslu, sjálfbærar náttúrunytjar og notkun ólífrænna efna í lífræna framleiðslu, samræma…

Mat á umhverfisáhrifum hræbrennslu á Strönd

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. hefur í hyggju að koma upp brennsluofni á urðunarstaðnum á Strönd í Rangárþingi ytra fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar í áhættuflokki 1 og 2 frá sveitarfélögum og einkaaðilum á Suðurlandi, með afkastagetu allt að 4.000 tonn á ári. Undanfarin ár hafa dýrahræ frá sveitarfélögum og einkaaðilum á Suðurlandi farið til brennslu í…

Kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins

Í maí 2020 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um útreikning á kolefnisspori landshlutans í heild, en verkefnið er hluti af Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024. Hlutverk Environice samkvæmt samningnum var m.a. að afla tölulegra upplýsinga og reikna kolefnisspor svæðisins 2019 út frá þeim. Verkefnið var í aðalatriðum sambærilegt fyrri verkefnum Environice á þessu sviði…

Kolefnisspor Vesturlands

Í lok mars 2020 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um útreikning á kolefnisspori landshlutans í heild, en verkefnið er liður í að ná því markmiði Sóknaráætlunar Vesturlands að draga úr losun kolefnis um 10% fram til ársins 2025. Hlutverk Environice samkvæmt samningnum var m.a. að ráðleggja um aðferðafræði við útreikning á kolefnissporinu,…

Loftslagsdæmið

Loftslagsdæmið er útvarpsþáttaröð sem Arnhildur Hálfdánardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, hefur unnið með stuðningi Loftslagssjóðs. Í verkefninu var fylgst með fjórum fjölskyldum sem settu sér það markmið markmið að minnka kolefnisspor heimilisins um fjórðung á tveggja mánaða tímabili. Á leiðinni leituðu fjölskyldurnar svara við ýmsum spurningum sem kviknuðu og í þáttunum tjá þær sig opinskátt um…

Kolefnisspor eggja og kjúklinga

Sumarið 2020 samdi Environice við Félag eggjaframleiðenda og Félag kjúklingabænda um að reikna kolefnisspor eggjaframleiðslu og kjúklingaframleiðslu á Íslandi. Meginafurðir verkefnisins verða skýrslur um kolefnisspor hvorrar greinar um sig, reiknað í kg CO2-ígilda á hvert kg framleiddrar vöru, auk þess sem útbúin verða reiknilíkön á Excel-formi sem gera einstökum framleiðendum kleift að reikna kolefnisspor búa sinna,…