Loftslagsdagurinn 2022

Stefán Gíslason hjá Environice sá um fundarstjórn á Loftslagsdeginum 3. maí 2022. Umhverfisstofnun stóð fyrir þessum degi, ásamt nokkrum samstarfsstofnunum, í þeim tilgangi að miðla upplýsingum um loftslagsmál á skiljanlegan hátt til almennings og á milli sérfræðihópa. Dagurinn var hugsaður fyrir almenning, stjórnvöld, fjölmiðla, vísindasamfélagið, nemendur og öll áhugasöm um loftslagsmál. Loftslagsdagurinn var haldinn í…

Loftslagsstefna Höfuðborgarsvæðisins

Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) vinnur að gerð loftslagsstefnu sem hluta af sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins og áhersluverkefnum fyrir árið 2021. Environice hefur tekið að sér að aðstoða við mótun stefnunar og setningu markmiða. Tilgangur verkefnisins er að móta tillögu að hnitmiðaðri og einfaldri loftslagsáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Einnig verður tekið saman yfirlit yfir yfirstandandi og fyrirliggjandi verkefni…

Vöktun við aflagðan urðunarstað í Kolgrafafirði

Árið 2021 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við aflagðan urðunarstað í Kolgrafafirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Eftirlit við urðunarstaðinn tekur mið af fyrirmælum Umhverfisstofnunar um frágang og vöktun, sem gefin voru út 5. desember 2012. en urðunarstaðurinn hefur verið lokaður síðan árið 2011. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum á hverju hausti og…

Hringrásarhagkerfi á Norðurlöndunum

Environice er fulltrúi Íslands í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar undir yfirskriftinni „Nordic Circular Economy Potential“. Ráðgjafarstofan GAIA í Finnlandi stýrir verkefninu, með samstarfsaðila í hinum Norðurlöndunum, þ.e.a.s. Environice á Íslandi, PlanMiljø í Danmörku, NORSUS í Noregi og RISE í Svíþjóð. Verkefnið er unnið fyrir vinnuhóp Norrænu ráðherranefndar um hringrásarhagkerfi, svonefndan NCE-hóp, sem í sitja…

Umhverfisstarf Hafrannsóknastofnunar

Environice vinnur að því að aðstoða Hafrannsóknastofnun við innleiðingu grænna skrefa og mótun loftslagsstefnu fyrir skrifstofurekstur og skipaflota stofnunarinnar. Áður en samstarfið við Environice hófst var Hafrannsóknastofnun komin vel á veg í umhverfisstarfinu og hafði m.a. sett saman öflugt umhverfisteymi sem sér um að koma aðgerðum í farveg á öllum tíu starfsstöðvum stofnunarinnar. Environice mun…

Skyldur sveitarfélaga í loftslagsmálum

Á síðustu árum hefur starfsfólk Environice haldið fjöldann allan af fyrirlestrum við ólíklegustu tækifæri um hvaðeina sem tengist umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Þessir fyrirlestrar hafa verið haldnir fyrir starfsfólk fyrirtækja, sveitarfélög, Rotaryklúbba, opinberar stofnanir, hagsmunasamtök og kvennaklúbba, svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur starfsfólk Environice útbúið fræðsluefni og haldið námskeið um þessi mál. Í febrúar…

Samhæfing áætlana SRN

Þann 24. nóvember 2021 samdi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) við Environice um að vinna greiningu á gildandi áætlunum í málaflokkum ráðuneytisins með tilliti til þess hvernig þessar áætlanir geti sem best stuðlað að umhverfislegri sjálfbærni og minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda. Í greiningunni skyldu: Dregnar saman áherslur og aðgerðir/verkefni íslenskra stjórnvalda, sem snúa að málaflokkum ráðuneytisins, í…

Græn skref og loftslagsstefna

Environice hefur aðstoðað stofnanir við innleiðingu grænna skrefa og mótun loftslagsstefnu, en Græn skref er verkefni Umhverfisstofnunar fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna sinna. Samkvæmt lögum um loftslagsmál ber Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkisins að setja sér loftslagsstefnu. Hún skal innihalda skilgreind markmið…

Sorpbrennsla á Íslandi

Haustið 2021 tók Environice að sér að vinna greiningu á magni úrgangs til brennslu ef til þess kæmi að byggt yrði sorporkuver (hátæknibrennslustöð) á Íslandi. Þessi greining var hluti af mun stærra forverkefni sem sorpsamlögin SORPA bs., Kalka sorpeyðingarstöð sf., Sorpurðun Vesturlands hf. og Sorpstöð Suðurlands bs., svo og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, höfðu gert með…