600 umhverfisfróðleiksmolar á 2020.is

Þann 1. desember birtist 600. umhverfisfróðleiksmolinn á vefsíðunni http://2020.is, sem Environice opnaði í lok ágúst 2012. Vefsíðan hefur þann megintilgang að fræða um umhverfismál og sjálfbæra þróun með einföldum og auðskildum hætti. Heiti síðunnar vísar til ártalsins 2020 og mikilvægis þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld nái að snúa þróun umhverfismála til betri vegar fyrir þann…

Nýtt vottunarkerfi á að tvöfalda söfnun á notuðum textílvörum

Norðurlandabúar nota sífellt meira af fötum og öðrum textílvörum og meirihlutinn af þessum varningi endar í ruslinu af notkun lokinni. Environice vinnur nú að því með þremur öðrum norrænum ráðgjafarstofum að þróa nýtt vottunarkerfi fyrir söfnun á notuðum textílvörum, með það að markmiði að tvöfalda söfnunina á næstu 10 árum. Vottunarkerfið verður prófað hjá nokkrum…

Hnattræn skrítnun – hvað er svona fyndið við loftslagsbreytingar?

Environice vann á síðasta ári verkefni í samstarfi við Loftslagshóps Norrænu Ráðherranefndarinnar undir nafninu „Global Weirding“ eða hnattræn skrítnun. Verkefnið miðar að því að auka áhuga ungs fólks á Norðurlöndum á afleiðingum loftslagsbreytinga. Verkefnið var í tveimur hlutum, annars vegar voru gerð stutt myndbönd með grínistum frá öllum Norðurlöndunum sem unnin voru af Environice og…

Mati á umhverfisáhrifum efnistöku úr Hörgá lokið

Environice hefur lokið við mat á umhverfisáhrifum efnistöku í Hörgá, en vinna við matið hefur staðið yfir tvö síðustu ár. Verkefnið markar ákveðin tímamót, þar sem þetta mun í fyrsta skipti hérlendis sem unnið er sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum efnistöku úr svo löngum árfarvegi og í landi svo margra jarða. Efnistaka úr árfarvegi hefur jafnan áhrif bæði fyrir…

Óskað eftir umsóknum um aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í úrgangsmálum

Reykjavíkurborg óskar eftir umsögnum um drög að aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík. Birgitta Stefánsdóttir hjá Environice var einn af starsmönnum vinnuhóps Reykjavíkurborgar um áætlunina. Áætlunin mun gilda fyrir árin 2015 – 2020 og eru markmið hennar að draga úr myndun úrgangs og auka endurnýtingu og endurvinnslu.Umsóknum skal skilað inn fyrir 3.júlí í gegnum heimasíðu borgarinnar.…

Efnistaka í landi Stóru-Fellsaxlar, Hvalfjarðarsveit

Verkefni: Efnistaka úr Stóru-Fellsöxl hefur farið fram um áratugaskeið og er fyrirhugað að halda henni áfram næstu 20 árin. Þar sem áætlað efnismagn er allt að 1.200 þús. m3, er framkvæmdin háð lögum nr. 106/200o um mat á umhverfisáhrifum. Staðsetning námunnar hentar vel, bæði vegna nálægðar við iðnaðarsvæðið á Grundartanga og þéttbýlið á Akranesi. Tilgangur með…

Efnistaka í landi Hólabrúar, Hvalfjarðarsveit

Efnistaka úr Hólabrú í Hvalfjarðarsveit hefur farið fram um áratugaskeið. Fyrirhuguð er áframhaldandi efnistaka á þessum slóðum næstu 20 árin. Efnismagn er áætlað um 2.000.000 m3 . Vegna umfangsins er framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda sbr. lög nr. 106/2000. Svæðið hentar að mörgu leiti vel til efnistöku og gæði efnisins eru að auki mikil. Tilgangur…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á svæði Sorpsamlagsins Hulu

Á útmánuðum 2009 vann Ragnhildur Helga Jónsdóttir hjá Environice svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir starfssvæði Sorpsamlagsins Hulu, þ.e.a.s. svæðið frá Markarfljóti austur að Lómagnúpi. Þrjú sveitarfélög áttu aðild að þessari svæðisáætlun, þ.e.a.s. Rangárþing eystra (að hluta), Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Viðskiptavinur: Sorpsamlagið HulaTímarammi: Verkefninu lauk með útgáfu svæðisáætlunar 2009.Tengd útgáfa:

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Langanesbyggð

Á árinu 2007 vann Ragnhildur Helga Jónsdóttir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Langanesbyggð. Langanesbyggð varð til við sameiningu Skeggjastaðahrepps (Bakkafjarðar) og Þórshafnarhrepps. Skeggjastaðahreppur var aðili að svæðisáætluninni fyrir Austurland. Sá grunnur var notaður við gerð svæðisáætlunar fyrir hið nýja sveitarfélag, en upplýsingum frá Þórshafnarhreppi bætt við og heildarniðurstöður og áætlanir samræmdar. Viðskiptavinur: Langanesbyggð. Áætlaður tímarammi: Verkefninu lauk með útgáfu…

Möguleikar í jarðgerð lífræns úrgangs

Starfsmenn UMÍS ehf. Environice í samvinnu við Almennu verkfræðistofuna að úttekt á möguleikum í jarðgerð lífræns úrgangs fyrir sveitarfélög á Suðurlandi, Suðvesturlandi, höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. Þessi vinna var hluti af stærra verkefni í tengslum við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á svæðinu frá Markarfljóti í austri að Gilsfirði í norðri sem VGK-Hönnun fór með yfirumsjón með. Þessi vinna…