Norræn verkefni
Frá því á árinu 2001 hefur Environice sinnt ýmsum norrænum verkefnum, ýmist beint fyrir Norrænu ráðherranefndina eða sem undirverktaki eða samstarfsaðili erlendra ráðgjafarfyrirtækja. Á árunum 2001-2006 gegndi Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice, hlutverki ritara fyrir tvær af fastanefnum Norrænu embættismannanefndarinnar um umhverfismál (ÄK-M), þ.e.a.s. vinnuhópinn um vörur og úrgang (PA-gruppen, (nú NAG-gruppen)) og vinnuhópinn um umhverfismiðaða vöruþróun (NMRIPP-gruppen, (nú…