Vision för Svanen 2015

Í nóvember 2010 samþykktu umhverfisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn fyrir norræna umhverfismerkið Svaninn fram til ársins 2015, en Environice var annað tveggja norrænna ráðgjafarfyrirtækja sem aðstoðaði ráðherranefndina við mótun framtíðarsýnarinnar. Sú vinna hófst sumarið 2009. Framtíðarsýninni fylgdi aðgerðaáætlun sem fól m.a. í sér nokkurn fjölda ráðgjafarverkefna þar sem rýnt skyldi í möguleika Svansins til að þróast í mismunandi…

Efnistaka úr farvegi Hörgár

Tilgangur efnistöku úr Hörgá er ekki eingöngu að vinna jarðefni til sölu, heldur einnig og ekki síður að sporna við landbroti af völdum árinnar með rennslisstýringu og verja þannig landbúnaðarland og mannvirki. Framkvæmd sem þessi fellur í flokk A undir tölulið 2.01 í viðauka 1 við lög nr. 106/2006 um mat á umhverfisáhrifum og er því undantekningarlaust matskyld, þar…

Staðardagskrá 21 á Akureyri

Akureyri var eitt af fyrstu sveitarfélögunum á Íslandi sem mótaði sér formlega stefnu um sjálfbæra þróun undir merkjum Staðardagskrár 21 í samræmi við samþykktir Ríóráðstefnunnar 1992. Veturinn 2012-2013 aðstoðaði Environice Akureyrarbæ við endurskoðun Staðardagskrárinnar, m.a. með því að undirbúa íbúafund á Akureyri 8. nóvember, stýra fundinum og vinna úr niðurstöðum hans. Útkoman úr þessu verki voru…

Landsáætlun um úrgang 2013 – 2024

Á árunum 2012-2013 vann Stefán Gíslason að Landsáætlun um úrgang til ársins 2024 sem gefin var út af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (UAR). Hlutverk Stefáns var að ritstýra verkinu og leggja til sérfræðiþekkingu. Yfirumsjón verksins var í höndum þriggja manna starfshóps innan UAR. Viðskiptavinur: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Áætlaður tímarammi: Verkið var unnið á árunum 2012 – 2013 og lauk…

Successhistorier

Árið 2012 samdi Smásamfélagahópur Norrænu ráðherranefndarinnar við Environice um að taka saman góð dæmi frá litlum fyrirtækjum í fámennum byggðum á Norðurlöndunum sem fengið höfðu vottun norræna Svansins fyrir vöru sína eða þjónustu. Úr þessu varð hefti með 18 dæmisögum þar sem fulltrúar jafnmargra fyrirtækja röktu reynslu sína af Svaninum. Tilgangurinn með útgáfunni var að sýna…

Earth Check vottun Snæfellsness

Environice hefur um árabil veitt sveitarfélögum og einstökum fyrirtækjum ráðgjöf vegna undirbúnings fyrir vottun samkvæmt stöðlum Earth Check, (áður Green Globe). Reyndar var Environice á ýmsan hátt  frumkvöðull í Evrópu hvað þetta varðar. Guðlaugur heitinn Bergmann var upphafsmaður þessarar vinnu, en hann hóf baráttu sína fyrir vottun einstakra samfélaga og fyrirtækja þegar á árinu 2000, þegar fæstir höfðu enn leitt…

Olíuvinnsla á Drekasvæðinu?

Á árinu 2014 unnu Stefáni Gíslason, Birgitta Stefánsdóttir, Birna Sigrúnu Hallsdóttir og Hrafnhildur Bragadóttir minnisblað fyrir Vinstrihreyfinguna Grænt Framboð um hugsanleg umhverfisleg og þjóðhagsleg áhrif olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Verkið var unnið fyrir ársfund hreyfingarinnar 2014. Viðskiptavinur: Vinstrihreyfingin – Grænt framboð Áætlaður tímarammi: Verkinu lauk með útgáfu minnisblaðs 11. apríl 2014. Tengd útgáfa: Er olíuvinnsla á Drekasvæðinu góð hugmynd? Minnisblað…

Grænt hagkerfi

Árið 2011 vann Stefán Gíslason með nefnd Alþingis um eflingu græns hagkerfis. Hlutverk Stefáns var að ritstýra skýrslu nefndarinnar og leggja til sérfræðiþekkingu við mótun tillagna. Formaður nefndarinnar var Skúli Helgason, alþingismaður. Alþingi skipaði nefnd um eflingu græns hagkerfis í september 2010. Nefndin hófst þegar handa og vorið 2011 var samið við Environice um faglega ráðgjöf…

Faggildingarráð GSTC

Árin 2011-2013 átti Stefán Gíslason sæti í Faggildingarráði Alþjóðaráðsins um sjálfbæra ferðamamennsku (GSTC) (The Global Sustainable Tourism Council’s (GSTC’s) Accreditation Panel). Hlutverk faggildingarráðsins er að meta hvort staðlar fyrir sjálfbærnivottun fyrirtækja og áfangastaða uppfylli þær kröfur sem gerðar eru af GSTC. Staðall sem hlýtur þessa faggildingu getur kynnt sig sem GSTC-faggiltan staðal, sem gefur honum aukinn trúverðugleika…

Nýting síldar úr Kolgrafafirði

Veturinn 2012-2013 drapst gríðarlegt magn síldar í Kolgrafafirði vegna súrefnisskorts. Þann 13. desember 2012 er talið að þar hafi samtals drepist um 30 þúsund tonn – og síðan um 22 þúsund tonn þann 1. febrúar 2013. Í kyrru veðri blandast lítið af súrefni í sjóinn úr lofti og súrefnisblöndun frá hafinu fyrir utan er jafnframt takmörkuð…