Nýr bæklingur um lífhagkerfið

Lífhagkerfið er útskýrt á aðgengilegan hátt í bæklingi sem kom út í vikunni og var lagður fram á ráðstefnunni „Úrgangur í dag – auðlind á morgun“ sem haldin var í Reykjavík á miðvikudag. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið gefa bæklinginn út, en Hrafnhildur Bragadóttir og Stefán Gíslason hjá Environice tóku saman efnið í bæklinginn og skrifuðu…

NordBio

NordBio er skammstöfun fyrir Nordic Bioeconomy, eða Norræna lífhagkerfið, en svo nefnist þriggja ára norræn samstarfsáætlun sem íslensk stjórnvöld höfðu forgöngu um að hrinda af stað árið 2014. Markmið Norræna lífhagkerfisins var að gera Norðurlöndin leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda og styrkja norræna samvinnu á því sviði. Áhersla var lögð á að draga…

NordBio-skýrslan komin út

Norræna ráðherranefndin gaf á dögunum út lokaskýrslu Norræna lífhagkerfisverkefnisins (NordBio) sem hrint var af stokkunum á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014. Hrafnhildur Bragadóttir og Stefán Gíslason hjá Environice ritstýrðu skýrslunni og bjuggu hana til prentunar, en Environice aðstoðaði einnig við undirbúning og stjórnun lokaráðstefnu NordBio-verkefnisins sem haldin var í Hörpu í byrjun október 2016.…

Örplast í fráveituvatni

Veturinn 2016-2017 vann Environice minnisblað um örplast í fráveituvatni fyrir Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Minnisblaðinu var einkum ætlað að benda á möguleika á hreinsun örplasts úr vatninu og meta kostnað við aðgerðir sem líklegar eru til að tryggja viðunandi hreinsun. Tilefni þessarar vinnu var öðru fremur norræn skýrsla sem kom út á árinu 2016, en þar kom fram að…

Elkem: Ráðgjöf um ETS

Environice hefur aðstoðað Elkem við ýmis verkefni sem lúta að kolefnisbókhaldi fyrirtækisins. Veturinn 2016-2017 hefur þessi vinna m.a. snúist um mat á því hvaða þýðingu nýting tréflísar sem kolefnisgjafa í stað kola hefur í kolefnisbókhaldinu. Áður hefur Environice m.a. aðstoðað Elkem við að kanna hvort fyrirtækið geti fengið úthlutað losunarheimildum í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS) vegna…

Menningarstefna Vesturlands komin út á prenti

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hafa gefið út Menningarstefnu Vesturlands, sem unnin var á vordögum 2016. Birgitta Stefánsdóttir og Stefán Gíslason hjá Environice aðstoðuðu við gerð stefnunnar, en hlutverk þeirra fólst einkum í undirbúningi íbúafunda, fundarstjórn og úrvinnslu í samstarfi við sérstakan ráðgjafarhóp sem SSV skipaði til verksins. Menningarstefnu Vesturlands er ætlað að mynda grunn fyrir…

Vöktunaráætlun United Silicon

Rekstraraðilar sem falla undir gildissvið viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (EU Emission Trading System (EU ETS)) þurfa að hafa gilt losunarleyfi í samræmi við lög nr. 70/2012 um loftslagsmál. Til að fá losunarleyfi þarf rekstraraðili meðal annars að sýna fram á að hann sé fær um að vakta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsstöð sinni og gefa um…

Upprunaábyrgðir raforku

Með samningi, dags. 12. október 2015, fól atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Environice að vinna greinargerð um upprunaábyrgðir raforku. Markmið verkefnisins var að gera úttekt á lagaumhverfi og áhrifum upprunaábyrgða raforku og fjalla á hlutlausan hátt um kosti, galla og helstu álitaefni sem lúta að útgáfu og sölu upprunaábyrgða. Upprunaábyrgð raforku (guarantee of origin, GO) má lýsa…

Menningarstefna Vesturlands

Environice vann á vordögum 2016 að þróun Menningarstefnu Vesturlands með Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Haldnir voru fimm íbúafundir á Vesturlandi; í Dalabyggð, í Hvalfjarðarsveit, á Akranesi, í Borgarnesi og í Grundarfirði þar sem unnið var með íbúum að þróun stefnunnar. Undirbúningur fundanna, fundarstjórn og yfirumsjón var í höndum Stefáns Gíslasonar en Birgitta Stefánsdóttir sá að mestu um úrvinnslu…

Græn stefnumótun Norðurorku

Environice hefur aðstoðað Norðurorku við græna stefnumótun fyrir fyrirtækið og innra umhverfisstarf. Norðurorka er eitt 104 fyrirtækja sem undirrituðu loftslagsyfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar og skuldbatt sig þar með til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgangsmagn og miðla þeim árangri sem næst í umhverfismálum. Environice hefur m.a. aðstoðað Norðurorku við gerð matskerfis fyrir verkefnahugmyndir, veitt ráðgjöf við…