Flokkun í anda hringrásarhagkerfis

Þann 22 desember 2022 undirrituðu Stefán Gíslason og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) samning vegna verkefnisins Flokkun í anda hringrásarhagkerfis, sem er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024. Tilgangurinn með verkefninu var að draga verulega úr magni úrgangs sem fer til förgunar frá aðilum á Vesturlandi og bæta þar með nýtingu auðlinda, m.a. með hliðsjón af…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Hornafirði

Environice vinnur að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði í samræmi við samkomulag aðila þar um. Í ársbyrjun 2022 var tekin ákvörðun um að vinna sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð, Skaftárhrepp og Mýrdalshrepp og hófst sú vinna af fullum krafti síðari hluta vetrar. Engin svæðisáætlun hafði verið í gildi fyrir…

Kolefnisspor Akureyrar

Vorið 2018 gengu Environice og Akureyrarkaupstaður frá samkomulagi um ráðgjöf næstu misserin vegna útreikninga á kolefnisspori bæjarins. Verkefnið tengist vinnu Akureyrarkaupstaðar við að uppfylla kröfur Global Covenant of Mayors for Climate & Energy (GCoM), sem er sameiginleg yfirlýsing borgarstjóra um heim allan um vilja sinn til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, styrkja viðnámsþol gegn loftslagsbreytingum,…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum

Í nóvember 2023 var gengið frá samningi milli Environice og Fjórðungssambands Vestfirðinga um gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum. Verkefnið byggir á samþykkt Fjórðungsþings haustið 2022 þess efnis að öll níu sveitarfélögin í fjórðungnum hyggist vinna sameiginlega að áætlunargerðinni. Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í…

Umhverfisstarf Lögreglunnar á Vesturlandi

Environice hefur aðstoðað embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi við umbætur í umhverfisstarfi embættisins. Embættið vill vera í fararbroddi í umhverfismálum og hefur sett saman öflugt umhverfisteymi starfsfólks á öllum sex starfsstöðvum embættisins. Innleiðing grænna skrefa og mótun loftslagsstefnu hafa verið meginstefin í samstarfi Environice og Lögreglunnar. Græn skref er verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr…

Aðgerðaáætlunin komin út

Í gær kynnti matvælaráðherra Aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu, sem byggð er á tillögum Environice frá því í ársbyrjun 2023. Áætlunin er sú fyrsta á vegum stjórnvalda og var unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Eitt af áhersluverkefnunum sem þar eru tilgreind er einmitt mótun áætlunar til eflingar lífrænnar framleiðslu. Í aðgerðaáætluninni er sett fram það…

Svæðisáætlun fyrir Vestfirði kynnt

Öll sveitarfélög á Vestfjörðum vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna…

Ný handbók um nýtingu sjávarauðlinda í byggingarstarfsemi

Í dag kom út handbókin Marine Biobased Building Materials, en bókin er afrakstur verkefnis sem ráðgjafarstofan Arup hefur unnið að um nokkurt skeið fyrir Norrænu nýsköpunarmiðstöðina (Nordic Innovation). Ein helsta niðurstaða verkefnisins er að nýting byggingarefna úr sjó getur minnkað kolefnisspor byggingariðnaðarins verulega og dregið um leið úr álagi á ýmsar náttúruauðlindir, auk þess að…

Hvatningarverðlaun til lögreglunnar

Lögreglan á Vesturlandi hlaut á dögunum sérstök hvatningarverðlaun Kuðungsins, en Kuðungurinn er árleg umhverfisviðurkenningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Verðlaunin voru veitt fyrir framsýni og eftirtektarverðan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, en á síðasta ári var næstum allur bílafloti lögreglustjóraembættisins rafvæddur. Lögreglan á Vesturlandi er fyrst lögregluembætta í Evrópu til að fara í þessa vegferð og hefur…

Older people and the climate

Iceland held the chairmanship of the Nordic Council of Ministers 2023, and on that occasion, the Ministry of the Environment, Energy, and Climate, in co-operation with the Ministry of Social Affairs and Labor Market, initiated a Nordic project with the main goal of mapping and strengthening the work of older people in the Nordic countries…