Í síðustu viku kynnti umhverfis- og auðlindaráðuneytið nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030. Áætlunin er unnin af sérstakri verkefnisstjórn, en Environice veitti faglega ráðgjöf við verkið. Ráðist var í gerð áætlunarinnar á síðasta vetri í samræmi við sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf frá því í nóvember 2017. Hlutverk Environice var m.a. að aðstoða verkefnisstjórn aðgerðaáætlunarinnar við að afla upplýsinga, setja fram og þróa tillögur um aðgerðir, leggja lauslegt mat á líklegan árangur hverrar aðgerðar um sig og skrifa texta eftir nánari samkomulagi þar um.
Aðgerðaáætlunin samanstendur af 34 aðgerðum á mörgum sviðum. Áætlunin hefur verið sett í Samráðsgátt stjórnarráðsins og þar er hægt að skila inn umsögnum fram til 1. nóvember nk.