Stefán Gíslason hjá Environice sá um fundarstjórn á Loftslagsdeginum 3. maí 2022. Umhverfisstofnun stóð fyrir þessum degi, ásamt nokkrum samstarfsstofnunum, í þeim tilgangi að miðla upplýsingum um loftslagsmál á skiljanlegan hátt til almennings og á milli sérfræðihópa. Dagurinn var hugsaður fyrir almenning, stjórnvöld, fjölmiðla, vísindasamfélagið, nemendur og öll áhugasöm um loftslagsmál.
Loftslagsdagurinn var haldinn í Norðurljósasal Hörpu og þar komu saman margir af fremstu sérfræðingum þjóðarinnar á þessu sviði. Á dagskrá voru rúmlega 20 erindi frá Umhverfisstofnun, Veðurstofunni, Orkustofnun, Hagstofunni, Landgræðslunni, Háskóla Íslands og fleiri aðilum. Húsfyllir var í salnum og fjöldi fólks fylgdist einnig með í streymi.
Hlutverk fundarstjóra var ekki aðeins að kynna fyrirlesara, heldur einnig að tengja umfjöllunarefnin og benda á tengsl milli fyrirlestranna.
Viðskiptavinur: Umhverfisstofnun
Áætlaður tímarammi: Apríl-maí 2022
Tengd útgáfa:
https://loftslagsdagurinn.is/ (m.a. upptaka frá Loftslagsdeginum)
https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2022/05/04/Frabaer-thatttaka-i-fyrsta-Loftslagsdeginum-/